Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 31

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 31
að snúa niður. Látið lyfta sér í nokkrar mínútur. Steikt í heitri feiti um 5 mín. Látnar á grófan pappir. Velt upp úr kanel- sykri. ofan með flórsykursbráð, sem hrærð er með eggjahvítu og vanillusykri. Afhýdd- um möndlum dreift yfir. Fléttukrans Fléttukrans 250 g hveiti % tsk salt 1 tsk kardemommur 30 g ger 2 msk sykur 150 g smjörlíki 1 egg Nál. 2 dl mjólk 150 g flórsykur 1 eggjahvíta 1 tsk vanillusykur 15—20 möndlur Gerið leyst upp í dálitlu af volgri mjólk. Hveitið sáldrað, öllu þurru blandað sam- an við. Smjörlíkið mulið saman við. Vætt í deiginu með gerinu, eggi og það miklu af kaldri mjólk að auðvelt sé að hnoða deigið. Látið lyfta sér um 1 klst. Sett á hveitistráð borð, hnoðað, skipt í þrennt. Búnar til'3 lengjur, sem eru fléttaðar sam- an. Búinn til hringur, sem settur er á smurða plötu. Látið lyfta sér í 15 mínút- ur. Smurður með bræddu smjöri. Bakað við 200° í um 25 mínútur. Áður en hring- urinn er alveg kaldur er hann smurður að Afmœliskringla 400 g hveiti 200 g smjörlíki 2 egg 1 tsk sykur 60 g ger Innan í: 100 g smjörlíki 100 g flórsykur 50 g rúsínur Sykur og möndlur ofan á Eggin þeytt, bræddu og kældu smjörlík- inu hrært smátt og smátt saman við, sykri og úthrærðu gerinu hrært saman við og að lokum hveitinu. Deigið látið lyfta sér. Hnoðað flatt út. Smjörlíki, sykur og rús- ínum hrært saman, smurt ofan á. Rúllað saman. Búin til kringla, sem er látin lyfta sér á plötunni. Smurt með eggi, sykri og söxuðum möndlum stráð ofan á. Bakað við 225° í 15—20 mínútur. Fyllt horn 400 g hveiti 1 msk sykur 200 g smjörlíki 14 tsk salt 30 g ger 2 dl mjólk Innan í: 2 msk smjör 75 g sykur 75 g saxaðar möndlur 1 msk hveiti Ofan á: Egg 2 msk grófur sykur 2 msk saxaðar möndlur Athugið að allt sé vel kalt. Hveiti sáldrað á borð, salti og sykri blandað saman við, smjörlíki saxað i með 2 borðhnífum. Ger- ið hrært út með kaldri mjólkinni. Vætt í deiginu og það hnoðað saman með rösk- um handtökum. Deigið flatt út í stóra ferkantaða köku, sem skorin er í 15 cm breiðar lengjur. Hrærið fyllinguna sam- an. skerið lengjuna í þríhyrninga og setj- ið dálitla fyllingu á breiðari enda þríhyrn- inganna sem vafðir eru upp frá þeim enda. Beygið hornin vel. Sett á smurða plötu, látin lyfta sér við ekki of mikinn hita, það má gjarnan taka 2—3 klst. Hornin eiga að hafa stækkað um helm- ing, þegar þau eru fulllyft. Hornin smurð með eggi, möndlum og sykri stráð ofan á. Bakað við 250° í 10—12 mínútur. Horn- in kæld á kökugrind. HÚSPBEVJAN 29

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.