Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 29

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 29
MANNELDISÞÁTTUR Framhald af bls. 22 Rúg-hveitibrauð 300 g hveiti 1 tsk sykur eða sýróp 200 e fínt rúgmjöl 40 g pressuger (sáldrað) 50 g smjörlíki 1 tsk salt 2% dl volg súrmjólk Öllu þurru blandað saman, gerið mulið saman við, einnig smjörlíkið. Vætt í með mjólkinni. Deigið hnoðað vel, látið lyfta sér í 40—50 mínútur, hnoðað á ný, sett í smurt mót. Smurt með eggi, látið lyfta sér á ný, smurt aftur. Bakað við 225° í 25—35 mínútur. Ostabrauð 225 g hveiti 20 g pressuger 120 g rifinn ostur % egg Salt Nál. 1% dl volg mjólk Ogn af sykri Hveiti og osti blandað saman, salt og syk- ur sett saman við. Gerið hrært út í volgri mjólkinni. Vætt í deiginu með egginu og mjólkinni. Deigið hnoðað, látið lyfta sér á volgum stað í 30—40 mínútur. Deigið hnoðað á ný, búin til smábrauð, skorið ofan í brauðin og þau síðan smurð með eggi. Látið lyfta sér, smurð á ný. Bökuð við 225° í 10—12 minútur. — Brauð þessi er gott að bera með súpu, einnig ágæt með kaffi eða tei. Þá eru þau klofin og smurð með smjöri. Gott er að strá dálitlu af rifnum osti ofan á brauðin áður en þau eru bökuð. Kanelsnúðar 250 g hveiti 100 g smjörlíki 35 g ger 2 msk sykur Nál. IV2 dl volg mjólk Innan í: Húsínur 1 msk smjör Rifinn appelsínubörkur Kanell 2 msk púðursykur Hveitið sáldrað, smjörlikið og gerið mulið saman við, sykri blandað í. Vætt í með mjólkinni. Deigið hnoðað. Flatt út i fer- kantaða aflanga köku, sem smurð er með bræddu smjöri, kanel, rúsínum, sykri og appelsínuberki stráð yfir. Deigið vafið saman á lengdina, rúllan þarf að vera nokkuð þétt vafin. Rúllan skorin í um 1 cm þykkar sneiðar, sem raðað er á smurða plötu. Reynið að láta lausa end- ann vera undir snúðinum. Látið lyfta sér HÚSFBE YJAN 27

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.