Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 35

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 35
Styrktarfélag vangefinna Framhald af bls. 9 settur var á stofn svonefndur Gæzlu- systraskóli við Kópavogshælið, en gæzlu- systur eru þær kallaðar, er annast hjúkr- un og meðferð fávita. Er þetta tveggja ára nám, bæði bóklegt og verklegt. Er gleðilegt til þess að vita, að skólinn hefur verið mjög vel sóttur og færri komizt að en vilja. Nokkrar af þessum stúlkum hafa fengið ársstyrk hjá Styrktarfélagi van- gefinna til að fara utan til frekara náms. Svo mikill tími fer til fjáröflunar og dag- legs amsturs á skrifstofu Styrktarfélags- ins að minna er hægt að sinna upplýsinga og áróðursstarfsemi en skyldi. Þó var í fyrra gefinn út bæklingurinn Vangefna barnið og er í ráði að fleira fylgi á eftir. Viðhorf almennings til vangefins fólks hefur ekki alltaf verið sem skyldi. Eina ráðið til úrbóta er aukin upplýsingastarf- semi. Nokkuð hefur þegar áunnist í því efni, en betur má ef duga skal. Enginn má þó skilja þessi orð svo, að við höfum ekki mætt samúð og velvilja hvarvetna. Það sem ég á einkum við, er sá útbreiddi misskilningur að gagnslaust sé að gera nokkuð til að mennta og þjálfa fólk, sem bæklað er vegna greindarskorts. Svo lítið er enn vitað um flestar orsakir fávita- háttar, að fullkomin lækning er vart til enn sem komið er. Þar sem vitað er um orsök má oft og tíðum hindra skaðann og á það við hér í einstökum tilfellum, sé aðgát höfð í tíma. Mætti í þessu sambandi nefna þær konur, sem hafa svonefndan ,,rhesus-negativ“ þátt í blóðinu og getur hann valdið fávitahætti afkvæma þeirra, sé ekki skipt um blóð í þeim nýfæddum. Af þessu tagi þekkjum við þó nokkur börn, sem hefði mátt bjarga, ef gáð hefði verið að í tíma. En sé ekki hægt að lækna er næsta leiðin sú að reyna að þroska sem bezt þær gáfur, sem viðkomandi einstakl- ing hafa verið látnar í té. Árangurinn verður auðvitað misgóður, en miklu oftar einhver. Ekki er rúm til að ræða svo um- fangsmikið mál hér. Ekki get ég sent frá mér þessar línur svo, að ég minnist ekki sérstaklega á starf kvenna í Styrktarfélagi vangefinna, en mest vegna þeirra starfsemi gerðist félagið aðili að Bandalagi kvenna í Reykjavík haustið 1960. Hálfu öðru ári eftir að félagið var stofnað var boðað til sérstakra kvennafunda og hafa þeir verið haldnir síðan einu sinni í mánuði frá því í október og fram í maí. Hafa þeir jafnan verið vel sóttir og orðið til þess, að góð og varanleg kynni hafa tekizt með mæðr- um og nánum aðstandendum vangefins fólks. Það er hverjum hollt að finna og taka höndum saman við þá er sætt hafa sömu örlögum, þeim örlögum, sem oft virtust óbærileg. En byrðin léttist, er fleiri bera hana saman. Þetta eru engin ný sannindi, en þó hygg ég, að margar konur, sem sótt hafa fundi þessa hafi orð- ið áþreifanlega varar við gildi þeirra. Konurnar hafa unnið ötullega að fjáröfl- un, stundum haft bazar og kaffisölu oftar en einu sinni á ári. Allt fé, sem þær afla sérstaklega rennur í sérsjóð þeirra og er fé úr honum varið til kaupa á innbúi, leik- og kennslutækjum til heimila van- gefinna hérlendis. Hefur margsinnis verið veitt ríflega úr sjóðum í þessu skyni, m. a. gáfu konurnar allt innbú í dagheimili Styrktarfélagsins í Lyngási. Reynt er að hafa sitthvað til fróðleiks og skemmtunar á hverjum fundi, einkum um það er lýtur að sérstökum áhugamál- um félagskvenna. Kvenfélögin víðs vegar um land hafa oftar en einu sinni sent bæði muni og peninga í sambandi við baz- ara þá, er konur hafa haldið og vil ég ein- mitt nota þennan vettvang til að flytja innilegar þakkir okkar fyrir. Vona ég að þær þakkir og sá hlýhugur, sem þeim fylg- ir skoðist sem nokkurt endurgjald, svo og vissan um að hafa lagt hönd á plóginn til hjálpar þeim þegnum þjóðfélagsins, sem ekki eru færir um að tala sjálfir sínu máli. Sigríður Ingimarsdóttir. HÚSFREYJAN 33

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.