Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 4
hef ég tekið eftir því, að tollur á inn- fluttum leikföngum er mjög hár og það verður meðal annars til þess, að inn eru flutt léleg leikföng og ódýr, en sem verzl- anir geta hagnast mikið á. Þau eru fyrst og fremst miðuð við, hvað gengur í aug- un á fullorðna fólkinu, ekki hvað börnum hentar, og margt fullorðið fólk veit sára lítið um, hvað helzt ætti að fá börnunum í hendur. Þeir eiginleikar, sem góð leikföng eiga að vera búin, eru þessir: Þau eiga að vera sterk, endast vel, — vera algerlega hættulaus, það mega til dæmis ekki vera í þeim lausir smáhlutir, sem börn geta gleypt, eins og augun, sem voru í mörgum bángsum, eða komin inn- an í hringlunum. Þau eiga að geta haldið áhuga barnsins vakandi lengur en ör- skotsstund, það á helzt að vera hægt að hagnýta sér þau í leik á fleiri en einn hátt, eins og t.d. er hægt með byggingaklossa og önnur leikföng til að setja saman. Það er æskilegt, að hægt sé að bæta við leik- föngin smám saman, en ekki þurfi endi- lega að fá allt nýtt. Þá þarf leikfangið í senn að geta glætt ímyndunaraflið og gefið því svigrúm. má ekki vera svo einhæft, að ekki geti spunn- ist um það nýjar hugmyndir. Það verður líka að vera fallegt, til að skapa góðan smekk hjá barninu og það á að vera nota- legt viðkomu og gott að hafa hönd á því. Eitt bezta efni í leikföng er góður viður, hann hefur svo marga eiginleika, sem nauðsynlegir eru. Gott leikfang á líka að vera þannig, að hægt sé að gera við það, ef það skemmist og einnig í því tilliti er viðurinn góður. Svo verður auðvitað að miða við þroska barnsins, hvaða leikföng því eru fengin í hendur. Allra fyrstu leikföngin verða að hafa þá eiginleika, að gott sé að halda á þeim og að það megi bíta í þau. Ungbörnum er mimnurinn mikilvægt skilningarvit. Því er gott fyrir þau að fá hringi, annaðhvort úr tré eða gúmmí. Næst er gott að fá eitthvað, sem gefur frá sér notalegt hljóð. Þar næst eitthvað, sem raða má saman, bæði hlaða úr og láta hvað ofan í annað, og svo gripi, sem má ýta á undan sér og draga á eftir sér. Menn ættu að hafa það í huga, að leik- urinn er starf barnsins. Með honum kem- ur örvun til að æfa stjórn huga og hand- ar. Eitt atriði ættu foreldrar að taka ræki- lega til athugunar og það er að gera ekki greinarmun á leikfangavali drengja og stúlkna á bernskuskeiði. Það er vanræksla á hæfileikaþroskun stúlknanna, ef þeim eru aðeins gefið brúðudót og leikföng til að líkja eftir eldhússtörfum. Þær þurfa, alveg eins og strákar, að fá leikföng, sem kalla fram sköpunargáfuna, leikföng til að setja saman, til að byggja úr. Og það er vanræksla við drengina, að gefa þeim aðeins eitthvað til að aka purr- andi um gólfið, en ekki eitthvað til þess að þykja vænt um. Þeir þurfa líka að fá brúður og dýr. Sumar mæður vilja helzt fara með það í felur, ef drengimir leika sér að brúðum. Þetta er regin misskiln- ingur. Drengimir verða líka að fá tæki- færi til að láta x ljós tilfinningar í leik. En þó ég tali nú mikið um leikföng, vil ég samt taka fram að ég tel barn, sem nær engin leikföng á, betur sett en það, sem á of mikið að þeim. Allslausa barnið getur skapað leikföng með hugmynda- flugi sínu úr einföldustu efnum. Steinar, skeljar og spýtur geta verið dýrmæt leik- föng. Foreldrar ættu að muna, að gefa börn- um sínum einhverskonar efni til þess að þau geti notið sköpunargleðinnar, það efni þarf ekki að kosta neitt, aðeins að hugar- flugið fái að njóta sin. Á því geta börnin byrjað 4—5 ára gömul. Ef foreldrarnir vildu gefa sér tíma til að vinna sjálf með börmmum í leik, myndi margt gott upp af því spretta. Það er foreldrunum, ekki síður en bömunum, nauðsyn, að gefa sér tíma til að hafa skemmtun af börnunum og gleðjast með þeim í starfi og leik. Það er gaman að leika sér með bömunum sínum. Framhald á bls. 34 2 HÚBFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.