Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 6
Kvennaheimilið
HALLVEIGARST AÐIR
Fyrir mörgum árum síðan hófust um-
ræður meðal reykvískra kvenna um nauð-
syn þess, að konur ættu sér liúsnæði fyrir
félagsstarfsemi sína. Árin liðu og liug-
myndin þróaðist og stækkaði. Fjársöfnun
hófst, eigi aðeins í Reykjavík lieldur og
víðs vegar um landið. Gengust einstakar
konur eða kvenfélög einkum fyrir þessu. Á
stríðsárunum var málinu lítt lireyft, nema
þá helzt meðal kvenfélaga í Reykjavík. En
í stórhug eftirstríðsáranna var liafizt handa
á ný og safnað fé af meira kappi en fyrr,
enda hugmyndin orðin sú að byggja eigi að-
eins félagsheimili, heldur einnig vistlieimili
fyrir námsstúlkur, auk þess sem ýmis kon-
ar önnur starfsemi átti að hafa þarna aðset-
ur t. d. var fyrirliugað að reka lesstofu fyrir
konur og jafnvel aðra fyrir börn og átti þá
Lestrarfélag kvenna að flytjast í Hallveig-
arstaði. Teikningar voru gerðar í samræmi
við þessar liugmyndir, en illa gekk að fá
þær samþykktar af byggingayfirvöldum
meðal annars af því, að lóðin, er stofnunin
átti, reyndist eigi nógu rúmgóð fyrir svo
umfangsmikla byggingu. Meðan á þessu
gekk var fjársöfnun haldið áfram ósleiti-
lega, svo að telja mátti, að byggingarsjóð-
urinn væri orðinn alldigur um þær mund-
ir, samanborið við byggingarkostnað og
verðgildi peninga á þeim árum.
Að lokum tókst að fá eina teikninguna
samþykkta, enda liafði þá lítillega verið
dregið úr stærð vistheimilisins. 1 gleði sinni
yfir þessuin sigri lét framkvæmdastjórn
Hallveigarstaða þegar hefja framkvæmdir
til undirbúnings byggingar á lóð stofnunar-
innar, sem eins og kunnugt er, liggur að
Garðastræti milli Túngötu og Öldugötu. En
þá kom nýtt og óvænt bahh í bátinn: Næstu
nágrannar lóðarinnar við Túngötu grófu
fram úr myrkrum gleymskunnar, gandan
samning, þar sem svofelld kvöð fylgdi þeim
hluta lóðarinnar, sem að Túngötu lá, að þar
mætti aðeins byggja íbúðarlnis af vissri teg-
und. Kröfðust þessir nágrannar þess, að
bygging Hallveigarstaða yrði þegar í stað
stöðvuð með lögbanni, sem og var gert. Hóf-
ust nú samningaumleitanir og síðar mála-
ferli, er stóðu yfir í nokkur ár, en lauk loks
með dómi Hæstaréttar, Hallveigarstöðum í
vil.
Á því árahili, sem málaferlin stóðu yfir,
féllu peningar mjög í verögildi, svo að sýnt
var, að byggingarsjóður Hallveigarstaða
myndi lítt hrökkva fyrir stórliýsinu, sem
fyrirhugað hafði verið að reisa. Eftir ræki-
lega athugun og íhugun var þó ákveðið að
hefjast handa við hyggingu hússins, en
sleppa nú með öllu þeirri liugmynd að hafa
þarna vistlieimili. Að vísu hafði talsvert fé
safnast á þann liátt, að gefnar voru gjafir í
því skyni, að ýms héruð ættu forgangsrétt
að herbergjum. Höfðu ýmist einstaklingar,
kvenfélög eða kvenfélagasambönd gefið fé í
þessu skyni, auk þess sem tvö bæjarfélög og
nokkur sýslufélög höfðu lagt fram fé í sama
tilgangi. Ollum þessum aðilum var skrifað,
eftir að sú ákvörðun var tekin að liafa þarna
ekki gistiherbergi og þeim gefinn kostur á
að endurheimta fé sitt með vöxtum og
vaxtavöxtum. Gerðu nokkrir það, en lang-
flestir gáfu stofnuninni féð, þrátt fyrir það,
að vistheimilið var nú ekki lengur í áætlun-
inni.
Ný leikning var gerð, sem þegar náði sam-
þykki skipulagsnefndar og byggingarnefnd-
4
HÚSPBEYJAN