Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 21
Notið steinseljuna til skrauts og bragðbætis.
Hentugast er að klippa hana með eldhússkær-
unum. Á miðmyndinni er hentugur hnífur, sem
notaður er m. a. til að skera kál í ræmur. Neðst
er mjög gott rifjárn úr ryðfríu stáli, en æski-
legt er að áhöld, sem grænmeti er skorið með,
séu úr því.
urnar, sem verða að víkja þegar grisjað
er, því að grænkál er ætt á öllum þroska-
stigum á fyrra ári, siðan má svo nota
neðstu blöðin af plöntunum, sem eftir
standa, án þess að taka þær upp, geta þær
þá haldið áfram að vaxa.
Ein er sú jurt, sem öðrum fremur prýð-
ir matborðið hvar og hvenær sem er, og
á vel við flesta ef ekki alla þá kjöt- og
fiskrétti, sem koma á borð okkar, og er
ómissandi til skrauts og bragðbætis jafnt
við hversdags máltíðir sem viðhafnar-
veizlur, en það er græna salatið. Af því
eru til mörg afbrigði, flest þrífast þau
vel í skjóli annarra planta, og með því að
sterk birta er þeim ekki nauðsynleg, má
planta þeim á milli annarra jurta sem
lengur eru að ná þroska, ef þörf er á að
spara plássið. Salat er svo viðkvæmt og
stökkt að það lætur mjög á sjá við flutn-
ing og dreifingu, er það því oft orðið
þvælt og farinn af því frískasti blærinn
þegar það kemur til neytenda, ólíkt því
salati, sem við tökum upp döggvað og
fagurgrænt úr eigin garði. Með því að
sá fyrsta salatinu inni má lengja tímann,
sem salatuppskeran varir, það er um að
gera að hann sé sem lengstur, því að eng-
inn verður nokkru sinni leiður á salati.
Steinseljan er álíka vinsæl og salatið,
hana ætti ekki einungis að nota til skreyt-
inga, heldur gleyma aldrei meðan nóg er
til af henni í garðinum að klippa svo mik-
ið af henni yfir kartöflurnar, jafningana
og kjötsúpurnar að fólkið venjist bragð-
inu, sem er sérstaklega ferskt og hress-
andi Lengja má uppskerutímann, bæði
með þvi að sá steinseljunni inni, og með
því að taka inn í potta eða kassa stein-
seljuhnausa úr garðinum að haustinu, og
láta standa í kjallara fram eftir vetri.
Steinselju má frysta með sæmilegum ár-
angri, er hún þá skoluð og þerruð vel, en
ekki soðin, og sett annaðhvort heil eða
klippt í umbúðir.
Spínat er ein af þeim jurtum, sem allir
geta ræktað, og fátt er bragðbetra en
fyrstu spinatblöðin. Bezt er það aðeins
hitað í mjög litlu smjöri, en engum hveiti-
jafningi blandað í. Það er um að gera að
nota spínatið um leið og það sprettur, og
spara yfirleitt ekki að nota allt sem æti-
HÚSFREYJAN
19