Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 17

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 17
þær ekki eins vel, hafið því minna í þeim, sé um mjög óhreinan þvott að ræða. Hve mikið þvottaefni þarf að nota? Það er bæði komið undir því, hvernig vél- arnar eru byggðar, hve mikið vatn er í þeim, hve mikið af þvotti og hve óhreinn, hversu mikið þarf af hverju þvottaefni í hvert sinn. Reynið að finna rétta skammt- inn og hafið froðumyndunina til hliðsjón- ar. Sé notað of lítið af þvottaefni getur komið fram það sem kallað er sápulús á þvottinn þ.e.a.s. dökkar óhreinindaagnir setjast á þvottinn. I sjálfvirkar vélar og tunnuvélar er bezt að nota þvottaefni, sem freyðir tiltölulega lítið miðað við hreinsihæfni. Notið slíkt efni þó með varúð, þar eð sum þeirra hafa þótt slíta þvottinum talsvert eða fara illa með hann. Væntanlegt er á markaðinn innan skamms þess konar þvottaefni frá íslenzkum fram- leiðendum. f nýkomnum skýrslum af rannsóknum á þvottaefnum er talið, að bezt reynist að nota „syntetiskt" (sápu- laust) þvottaefni eða ,,sulfo“ í forþvott- inn og venjulegt sápuþvottaefni í seinni- þvottinn. Mörg þvóttaefni, sem nú eru á markaði, eru blöndur af báðum þessum gerðum. Þar sem oft er erfitt að fá vitn- eskju um, hvers konar þvottaefni er um að ræða í hverju tilfelli, getur verið æski- legt að nota ekki alltaf sama efnið, heldur skipta um af og til, en þó ekki við hvern þvott. Ein tegund virðist vinna bug á þessum óhreinindum, önnur kannske bet- ur á hinum o.s.frv. Sum óhreinindi eru erfið viðfangs og láta kannske ekki undan neinu þvottaefni. T.d. má nefna húðfitu og snyrtikrem > ýmiss konar, sem vilja setjast í nærföt og rúmfatnað. Leggið þá þvottinn í vatn sem í er 1 dl salt og 1 dl íbleytiefni (t.d. sódi) í hverjum 10 I og þvoið forþvott í þessari upplausn. Séu vín- blettir, kaffi-, kakó- eða ávaxtablettir svo slæmir að þeir fari ekki við þvottinn þarf stundum bleikivatn á þá. Oft er gott að ná þessum blettum með því að bera í þá glyc- erin, áður en þvotturinn hefst, láta það liggja á um stund svo að glycerinið leysi upp blettinn, en þvo síðan stykkið (dúka eða annað) á venjulegan hátt. Sé þörf á bleikingu er bezt að gera það um leið og skolað er. Skolið sápuvatnið vel úr, áður en lagt er í klórbleikivatn, þá er síður hætt á að það skemmi þvottinn. Notið helzt tréker eða plastfat til að leggja í klór, þar sem málmar og glerhúð skemm- ast af bleikivatninu. Látið aldrei blævatn í þvottavél, það getur skemmt vélina, og einnig þvottinn, ekki heldur í baðkerið, þar sem glerhúðin eyðileggst við það Haf- ið bleikivatnið kalt eða ylvolgt og látið ekki liggja í því nema 1—2 klst (aldrei lengur en 4 klst). Sé hitastigið um 50°C, nægir að láta liggja í því í nokkrar mín. Skolið vandlega úr hreinu vatni á eftir, og jafnvel er gott að setja örlítið salmíak eða fixersalt í næst-síðasta skolvatnið (1 matsk. í 10 1 vatns) til að eyða klórlykt- inni og upphefja bleikiverkanirnar. Notið aldrei bleikivatn jafnframt þvottaefni og ekki í suðuvatnið. Notið ætíð svo vægt bleikivatn sem mögulegt er. Notið ekki bleikivatn á bómull, sem ekki þarf að strjúka, það eyðileggur hana. Forðist að nota bleikivatn á „hin nýju vefjarefni" eða gerviefni, það getur eyði- lagt þau. Nælon þolir yfirleitt ekki klór, og stundum verða nælonskyrtur gular á lit, séu þær lagðar í klór. Notið klórbleikiefni eingöngu á venju- leg hvít bómullarefni. Með góðum þvotta- vélum og réttri notkun þvottaefna er alls ekki þörf á að bleikja hvítan þvott að staðaldri. Heimildir: Rád och Rön, J 1963 og 3 1964. Rád og Resultater 2 1964, F-rapporten 1 1963. 15 HÚ9PREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.