Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 11
Greindarskortur er að sjálfsögðu á mis-
munandi háu stigi. Greind manna er mæld
með svonefndum greindarprófum, sem of
langt mál yrði að lýsa hér. Nægir að geta
þess að meðalgreindur maður hefur
,,greindarvísitölima“ 100. Sá einstakling-
ru-, sem hefur greindarvísitölvma 75 og
þar undir telst vangefinn eða fáviti, eins
og réttnefnt er, þótt orðið hafi illu heilli
fengið niðrandi merkingu í daglegu tali.
Fávitum er svo skipt í þrjá hópa: örvita,
hálfvita og vanvita. Þeir fyrstnefndu þurfa
nær alltaf á hælisvist að halda, þeir næstu
fyrr eða siðar á ævinni. En vanvitarnir,
þeir sem jaðra við almenna meðalgreind
eru langflestir. Það er álit mitt, að þegar
búið er að leysa hina brýnu þörf, sem er á
hælum fyrir þá, sem mest vantar að
greind til, verði flokkur vanvitanna sá,
sem mest þarf að aðstoða. Þetta fólk þarf
á skólum að halda við sitt hæfi, þvi að
það getur margt lært, ef rétt er á haldið.
Það þarf að fá hentuga og viðráðanlega
vinnu og það þarf um fram allt að eiga
sér athvarf og vera undir stöðugu eftir-
liti. Mýmörg dæmi mætti nefna um fólk,
sem hefur lent á glapstigum vegna greind-
arskorts, fólk, sem hefði getað orðið nýt-
ir borgarar, ef starfsorka þesss hefði verið
hagnýtt á réttan hátt. Hér á landi er að-
eins til einn skóli fyrir tornæm börn og
hefur hann aðeins starfað undanfarin þrjú
ár. Slíkir skólar þyrftu að vera miklu
fleiri í þéttbýlinu, ennfremur fleiri hjálp-
arbekkir í barnaskólunum. Það er fyrsta
skrefið, síðan þyrftu að koma vinnustofur
og vinnumiðlun, er tæki við fólkinu er
það kemur út úr skólunum og jafnvel sér-
stök heimili, er það gæti búið á, ef það á
hvergi athvarf eins og stundum vill verða.
Reynsla erlendis hefur sýnt, að kenna
má langflestum fávitum eitthvað hagnýtt
starf. Slíkt kostar geysimikla starfskrafta
og þolinmæði, en það er hægt. Starfið og
gleðin af því kemur öll til þroska, vand-
inn er sá að finna, hvað hverjum og einum
hæfi bezt. Þessi atriði, sem ég hef rætt
um hér síðast verða áreiðanlega ofarlega
á baugi á málefnaskrá Styrktarfélags van-
gefinna í framtíðinni. Það hefur þegar
riðið á vaðið með því að koma á f ót mynd-
arlegu dagheimili fyrir vangefin böm hér
í Reykjavík. í fyrstu var þessi starfsemi
rekin í smáum stíl í leiguhúsnæði, en
seint á sumri 1960 var hafizt handa um
byggingu dagheimilisins Lyngáss við Safa-
mýri 5. Húsið var fullbúið 1962 og eru
þar nú 40 vangefnir vistmenn, flest börn
frá 4—12 ára. Styrktarfélagið lagði sjálft
fram um helming byggingarkostnaðar og
hefur rekið heimilið til þessa, Styrktar-
sjóður vangefinna og Reykjavíkurborg
greiddu hinn hluta byggingarkostnaðar-
ins. Börnin dveljast á heimilinu frá 9—18
á daginn og eru flest flutt í bílum að og
frá staðnum. Þau fá þar hádegisverð og
siðdegishressingu. Daggjöld eru þau sömu
og hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf. Við
heimilið starfa 2 handavinnukennarar og
1 kennari í bóklegum fræðum og eru þeir
launaðir af ríkinu. Læknir og sálfræðingur
starfa þar. Enn vantar tilfinnanlega
talkennara, sjúkraþjálfara og helzt tón-
listarkennara, því flest þessara barna
hafa yndi af tónlist og sérlega næmt eyra
fyrir hljóðfalli. Heimilið hefur enn aðeins
starfað af fullum krafti í tæp tvö ár og
er enn í mótun, þar sem þetta má telja
algera nýjung hérlendis.
Kostnaður við rekstur dagheimilisins
er mikill, og hefur félagið sjálft annast
hann að mestu eins og sagt var fyrr, þó
með nokkrum styrk frá Reykjavíkurborg.
Styrktarfélagið rekur skrifstofu að
Skólavörðustíg 18 í Reykjavík og sér hún
um dagleg störf, annast upplýsingastarf-
semi og fleira. Langmestur tími fer þó í
öflun tekna, en þær hefur félagið haft
mesta af árlegu happdrætti, merkjasölu,
sölu minningarspjalda o.fl. Auk reksturs
dagheimilisins og skrifstofunnar hefur fé-
lagið undanfarin ár veitt talsverða styrki
til þeirra, er fara vilja utan og læra að
annast vangefið fólk ogkennaþví.Eiga þeir
styrkir vonandi eftir að gefa ríkulegan
ávöxt. Skortur á sérmenntuðu starfsliði er
mikill. Þó bætti mikið úr brýnni þörf, er
Framhald á bls. 33
HÚSFREYJAN
9