Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 30

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 30
tilbyrgt á volgum stað. Smurt með eggi, kanel og sykri stráð yfir. Bakað við 225° í 8 mínútur. Jólakaka 250 g smjörlíki 1 eggjarauða 2 egg 2 msk sykur 60 g ger 2% dl mjólk Smjörlíkið hrært vel ásamt sykri, eggja- rauðu og eggjum. Gerið hrært út með dálitlum sykri, hrært saman við smjör- líkið ásamt hveiti, mjólk, kryddi og ávöxt- unum. Deigið hnoðað vel. Skipt í tvennt. Hvor hlutur flattur út í ávala köku. Brotið upp á kökuna að % inn að miðju. Sett á smurða plötu, látið lyfta sér. Smurt með eggjahvítu. Bakað við 175—200° í nál. 45 mínútur. . % kg hveiti 2 tsk kardemommur 100 g rúsínur 100 g súkkat 50 g kúrennur Smjörbollur 250 g hveiti Kardemommur 1 egg 80 g smjörlíki 2 msk sykur 25 g ger 1 dl mjólk Innan í: 5 msk brætt smjör Hveiti og kardemommum blandað sam- an. Gerið mulið saman við, einnig smjör- líkið. Sykri blandað saman við, vætt í deiginu með eggi og mjólk. Deigið hnoð- að. búnar strax til 8 bollur, sem eru eltar vel. Látnar lyfta sér í 15 mínútur. Mótið holu með fingri í hverja bollu og fyllið hana með smjöri. Bollurnar smurðar með eggi og síðan bakaðar við 250° í nál. 10 mínútur. Doughnuts (Ástarpungar) 250 g hveiti Ögn af salti 60 g smjörlíki 20 g ger 1 msk sykur 3—4 msk volg mjólk 1 egg Aldinmauk Kanelsykur Tólg eða plöntufeiti Hveiti og salti blandað saman, smjörlíkið mulið saman við. Gerið hrært út í mjólk- inni. Sykri blandað saman við, vætt í deiginu með mjólk og eggi. Deigið slegið vel. Látið lyfta sér um 25 mínútur. Sett á borð, dálitlu af hveiti hnoðað upp í deigið, skipt í um 15 kúlur. Flattar út með lófa, aldinmauk sett á miðju hverr- ar kúlu. Brúnirnar brotnar inn að miðju og lokað vel utan um aldinmaukið. Sett á smurða og hveitistráða plötu. Sárið á Doughnuts I 28 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.