Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 36

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 36
Tæpast má það vanzalaust kallast, hve lítt hefur verið haldið á loft frásögnum um orlof aust- firzkra kvenna, því að óhaett mun að fullyrða, að einmitt þar mun fyrst hafa verið efnt til or- lofsdvalar fyrir húsmæður. Það var Samband austfirzkra kvenna, sem beitti sér fyrir því að húsmæðurnar á sambandssvæðinu fengju ofur- litla hvíld og hressingu frá sínum erilsömu störf- um með því að dvelja nokkra daga í húsakynn- um húsmæðraskólans að Hallormstað. Hófst starf- semi þessi áður en orlofslögin komust á eða á árunum fyrir 1960 og þá án ríkisstyrks. Bráð- lega eftir að starfsemi þessi var hafin leitaði sambandið til allra hreppsfélaga í báðum Múla- sýslum um styrk til starfseminnar, sem þegar í upphafi varð mjög vinsæl. Var styrks frá hrepps- félögunum leitað með það fyrir augum, að hægt yrði að auka starfið, svo að konur úr öllum sveitum sýslanna gætu notið orlofs. Fékk þessi málaleitun yfirleitt góðar undirtektir, enda hef- ur svo verið hin síðari ár, að orlofsvikurnar að Hallormsstað hafa verið tvær árlega, önnur í júní, hin síðast í ágúst. Auk þess hefur þarna verið tvö síðustu árin orlofsvika fyrir konur úr Austur-Skaftafellssýslu. Ég, sem þetta rita, hef haft þá ánægju að vera á tveimur orlofsvikum að Hallormsstað. Vil ég lítillega lýsa fyrirkomulagi þarna. Konurnar dvelja endurgjaldslaust, en kosta sjálfar ferðir sínar fram og aftur. Auk þess gefst þeim kostur á að leggja einhverja upphæð í orlofssjóð, en er frjálst að ráða því framlagi. í fyrra skiftið, sem ég dvaldi þarna, vorum við 22, sú elzta 75 ára sú yngsta 24 ára. Skemmtum við okkur með ýmsu móti: gönguferðum um skóginn, smá- leikjum inni, söng o. fl. Þess má geta, að ein konan hafði einkabíl og voru þær, hún og for- stöðukona skólans Ásdís Sveinsdóttir, jafnan fúsar að aka okkur um skóginn eða nágrennið eftir því sem við óskuðum. Einn daginn ókum við til Atlavíkur, þessa dásamlega samkomu- staðar. hvíldum okkur þar góða stund og sungum ýms fögur ljóð. Skoðuðum líka Gutt- ormslund, fagran og mjög skemmtilegan stað með þróttmiklum, stórum skógi, sem Guttormur skógfræðingur Pálsson hefur gróðursett og ræktað. Næstsíðasta kvöldið var svo kvöld- vaka, sem Ungmennasamband Austurlands sá um. Var þar til skemmtunar ræða, upplestur, kvikmyndasýning, einsöngur sr. Marinós í Valla- nesi og fjöldasöngur. í lokin þakkaði forstöðu- 34 konan skemmtikröftum með snjallri ræðu. Var svo kvöldvökunni lokið með því að gæða sér á ríkulegum kaffiveitingum. í sumar, er leið (1963) var ég svo þama aftur. Þá vorum við 26, sú elzta 82 ára, en sú yngzta 27 ára. Var meiri hluti þátttakenda kominn yfir miðjan aldur, aðeins 3 innan við fertugt. Virtust þær una vel í þessum aldraaða hóp. Fyrirkomulag var með svipuðum hættti og hið fyrra sinn. Þó bar það til, að sumar konumar fóru einn dag í skemmtiferð upp í Fljótsdal á eigin kostnað. Aðrar sátu heima og undu sér við handavinnu og spil. Af því að tíðin var óhagstæð urðu kynnin og glaðværðin meiri inn- anhúss en í fyrra skiptið Ýmislegt var haft til skemmtunar svo sem upplestur kvæða, söngur o. fl. Ein konan, ásamt forstöðukonunni, flutti gamanþátt og vakt það mikla kæti. Kvenfé- lagið í Egilsttaðaþorpi kom eitt kvöldið með ýms skemmtiatriði. Voru þá sýndar litskugga- myndir, flutt ræða, lesið upp, sungið og dansað. Orlofssöngur Við ferðuðumst hingað úr fjörðum og dal, í frelsið í bjarkanna skjóli. Og unum hér glaðar við hlátur og hjal, og hrjótum í dýrðlegu bóli. Hér köstum við árum og ungar á ný hver einasta verður í góðæri því. Frá amstri og pottum við eigum nú frí, og önnunum daglegu heima. Við lifum í skóginum orlofi í, það er eins og að láta sig dreyma. Og ein ríkir gleðin \ orlofi þvi, hver einastta verður hér tvítug á ný. Það gleymist víst oftast að gera sé hlé, og gleðjast frá daglegu starfi. Hver húsmóðir verndar sín heimilisvé, og heldur á kynslóða arfi. Við skeytum ei mæður um klukku né kvöld, sú kvöð hefur fylgt okkur sérhverja öld. Og ótt líður stundin, við höldum brátt heim og Hallormsstað kveðjum að sinni. Með gullslcgið skríni af gimstcinum þeim, sem geymast í huga og minni. Þeim minningum eyða ei mölur né ryð, þær merla og Ijóma um ævinnar svið. K. I. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.