Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 8

Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 8
hefur kona verið ráðherra á okkar landi! Margar okkar konur hafa hæfileika og menntun til að gegna slíku embætti, en þær vantar hörku og úthald — og stuðn- ing kynsystra sinna í þeirri baráttu. H. A. Við gleymum svo mörgum stað- reyndum, ef við ætlum að afgreiða þetta mál með því, að konur séu konum verstar. S. J. Já, það þarf þjóðfélagsbreytingu til þess að konur nái sínum hlut. F. N. En konan verður svo oft að vera fasti punkturinn — hún fær engan stað- gengil. Þess vegna verður hún t. d. að passa börnin á meðan maðurinn er við nám. H. A. Almenningsálitið malar líka þá konu niður, sem sjálf vill lialda áfram námi og fela öðrum að gæta barnanna. F. N. Það verður alltaf ríkt í eðli konunnar að vilja sjálf passa börn sín. S. T. Er það álag fyrir konu að láta aðra gæta bamanna, ef hún veit, að þau eru öragg hjá þeim? Þið, Hallveig og Svava getið talað um það af eigin reynslu. H. A. Það hefur aldrei verið mér álag að vita mín börn í annarra uinsjá, þrátt fyrir það, að dagheimilin eru alls ekki enn komin í það horf, sem þau eiga að vera, sem sé að sérmenntað fólk, sem kann að skapa böraunum beztu þroskaskilyrði, annist þau að öllu leyti. Nei, það er ekkert álag að láta bömin frá sér nokkra tíma á dag, en það er erfitt að láta þau vera burtu allan daginn og fá þau heim dauðþreylt á kvöldin og vera sjálf of þreytt til að sinna þeim sem skyldi. Ef þessi mál eru rædd öfgalaust, þá held ég að ganga megi út frá því sem vissu, að börnin bíði ekkert tjón af því að vera hjá öðrum en móðurinni tíma úr deginum. S. J. Auðvitað kemur það ekki í ljós fyrr en seinna, hvaða áhrif það eru, sem móta bamið mest, en þegar ég liafði mitt barn á dagheimili, þá þótti mér vænt um að sjá það, að hann gat tengzt fleiri en einni manneskju sterkum tilfinningaböndum. Ég held að það hafi verið jákvætt að hann fann svo snemma, að hann gat^reyst fleira fólki í heiminum en foreldrunum. F. N. Ætli að það sé ekki nokkuð al- mennt, að konur þekki ekki sinn vitjunar- tíma, þó að þær hafi allskonar réttindi? Margar ungar stúlkur liafa ekki dug í sér til náms að neinu gagni. Þær hafa sína framfærslu hjá foreldrunum í æsku og ætla svo eiginmanninum að taka við af þeim, en virðast alls ekki skilja, að þær geti ekki átt víst að vera alla ævi í ann- arra skjóli. S. J. Hvað finnst ykkur um þá stefnu, að þegar faðir barns, sem verið hefur á dagheimili liefur lokið námi, þá verður strax að vísa barninu þaðan? F. N. Ætli að það séu ekki barneign- irnar, sem loka leiðunum fyrir konunum, svo þær geta ekki notið liæfileika sinna til fnlls? S. J. Mér finnst nú að goðsögnin um helgi móðurhlutverksins muni líka að verulegu leyti hafa bægt konunum frá því að njóta sín. Það felur líka í sér liættu, ef að faðirinn sér naumast barn sitt og hefur varla aðstöðu til þess að skapa við það nokkur tilfinningatengsl vegna þess, að liann vinnur og vinnur myrkra á milli. Ætli að væri ekki heillavænlegra að bæði hjónin ynnu úti og vinnutími beggja yrði styttur, svo að bæði gætu sinnt börnunum? S. T. Það myndi kalla á mikla þjóðfé- lagsbreytingu, sem hætt er við að taki lang- an tíma. Það er ekki auðvelt að taka upp nýjar lífsvenjur. Það er miklu auðveldara að lifa áfram á svipaðan hátt og fyrri kyn- slóðir liafa gert. S. J. Það örlar sannarlega ekki lieldur á neinum breytingum hér í okkar bæjar- félagi. Nú eru byggð heil uý borgarhverfi og hvergi er gert ráð fyrir aðstöðu til sam- eiginlegs heimilishalds fyrir fólk, sem kynni að óska að hagnýta sér það sam- býlisform. S. T. Myndu slík sambýlishús ekki verða áfangi á leiðinni til þess að skapa konun- um meira valfrelsi um störf ? H. A. Jú, en veruleg breyting verður að hefjast frá grunni. Við verðum að byrja á því að ala syni okkar upp í þeim anda, að kynin séu samábyrg og samstarfsfélagar á jafnréttisgrundvelli, ef skapa á nýtt þjóð- félag. 4 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.