Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 10

Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 10
vanti vasapeninga — það getur aldrei keypt sér jafnrétti með auknum auraráð- um. Það þarf bara að eiga jafngreiðan að- gang að vinnu utan heimilis og karlmenn. Yið þurfum að leggja aðalálierzlu á að ryðja úr vegi öllum áþreifanlegum hindr- unum, sem eru á vegi okkar út í atvinnu- lífið. Þar á ég við skort á harnaheimilum, skort á mötuneytum við skóla og vinnu- staði o. fl. Það eru svo ótal mörg störf, sem ekki þarf að vinna á heimilum, en má gera að opinberri þjónustu. Ég er viss um, að ef kvenfólk getur valið þau störf, sem það helzt vill vinna, án þess að þurfa allt- af að taka tillit til heimilis og barna fyrst, þá liverfa margir fordómar varðandi mis- mun kynjanna af sjálfu sér. En ég geri mér ljóst, að þetta gerist ekki á auga- bragði. S. J. Ég held að það hafi ekki síður ver- ið persónuleg hvöt kvenna til að nota menntun sína og liæfileika, sem dró þær út í atvinnulífið. H. A. Við minntumst áðan á það, að nauðsyn væri á breyttu liugarfari, allt frá fæðingu, en þær hugmyndir, sem maður hefur helzt getað skapað sér um það hvemig breytingar í þjóðfélagi gerist, benda til alls annars en að þær skapist fyrst og fremst í hugarfarinu. Það em ytri aðstæður, sem knýja þær fram. S. J. Ég held ekki, að æskilegt sé að þvinga fram neinar breytingar, þær verða að skapast af eigin hvötum fólksins. S. T. Verður ekki oft og tíðum að beita löggjafarvaldinu til að koma á breyting- um — er ekki nauðsynlegt að konur fái þar aukin áhrif ? H. A. Ég held jafnvel að sveitar- og bæj- arstjórnir kunni að vera æskilegri starfs- vettvangur fyrir konur til þess að hafa veruleg áhrif, heldur en Alþingi. S. T. Við höfum nú beint og óbeint vik- ið nokkuð frá okkar fyrsta umræðuefni og skulum þá að lokum snúa okkur að því. Hverju viljið þið spá um framtíðið kvenfé- laga? S. J. Það þarf að skapa konum aðstöðu til þess að taka þátt í þjóðfélagsstörfun- um yfirleitt, en ég hef því miður litla trú á 6 því, að kvenfélögin leggist niður, það á enn svo langt í land að karlar og konur geti unnið saman við söm og jöfn skilyrði. Á meðan svo er, er liætt við að menn skipt- ist í félög eftir kynferði frekar en áliuga- málum. Ég tel að það yrði báðum aðilum til liagsbóta að vinna saman og sérstaka óhæfu tel ég að innan stjórnmálaflokk- anna skuli vera sérstök kvenfélög. Þar er svo augljóslega um sameiginleg vandamál að ræða. H. A. Ég vil engu spá um framtíð kven- félaganna og ég óska þeim gæfu og gengis, en ég held, að vandamál kvenþjóðarinnar og hennar mannréttindabarátta verði ekki til lykta leidd innan kvenfélaga, heldur muni liún fara eftir öðrum rásum. Það er því miður ekkert, sem bendir til þess, að kvenfélögin geti leyst þann vanda. F. N. Á meðan menningar-, mannúðar- og líknarmál ])arfnast úrlausnar, þá er kvenfélaga þörf og svo margir þættir mannlífsins falla undir þessar þrjár grein- ar, að ég sé ekki annað en að starf kven- félaganna geti gripið inn í flesta þætti þjóðlífsins. Óbeint leggja karlmenn drjúg- an skerf til starfs kvenfélaganna, því fáar konur gætu sinnt þeim félagsmálum, ef þær nytu ekki skilnings og aðstoðar eigin- manna sinna. En konur verða að berjast gegn þeirri lítilsvirðingu, sem þeim og störfum þeirra er oft sýnt. Hvað oft heyr- ist ekki sagt að þær vanræki heimilin, ef þær sinna félagsmálum, að þær tali of mikið á fundum eða að þær séu til trafala í umferðinni, ef þær aka bílum? Nú eru í ICvenfélagasambandi Islands um 19 hér- aðssambönd, sem samanstanda af 226 fé- lögum með 15 þúsund konur að baki sér. Ég treysti því, að liægt verði að sameina þetta mikla afl til enn meiri átaka og öfl- ugra starfs. Ég veit, að stjóm K. 1. muni bera gæfu og víðsýni til að beina starfinu á nýjar brautir í samræmi við breytta þjóðfélagshætti og efla það starf, sem þeg- ar er unnið. Látum við svo spjallinu lokið og hafi gestirnir kæra þökk fyrir heimsóknina til Húsfrey junnar. S. Th. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.