Húsfreyjan - 01.04.1968, Side 11

Húsfreyjan - 01.04.1968, Side 11
íslenzkir þjóöbúningar 4 PrjónahKJfur og peysuföt Svo sem sagt var í niðurlagi þáttar um ís- lenzka kvenbúninga í síð'asta töhiblaði, fór notkun faldbúningsins minnkandi eftir því sem leið á fyrri hluta 19. aldar. I hans stað kom upp svonefndur peysubúningur, í fyrstu aðeins til liversdagsnotkunar, en síðan einnig til sjaldhafnar. Fyrsti vísirinn að þessum búningi, sem einnig var nefndur liúfubúningur, mun hafa komið fram undir lok 18. aldar, er konur fóru að taka upp Iiúfur sem liöfuð- föt í stað faldanna. Er sagt, að þær hafi lagað Iiúfurnar eftir prjónahúfum karl- manna, aðallega eftir liúfum skólapilta í Skálliolts- og Hólaskóla, en liúfur piltanna voru bláar með bláum eða grænum silki- skúf og hvítum vírborða um. Framan af munú liúfur kvenna hafa verið bláar, en seinna var farið að liafa þær svartar, og liefur sá litur lialdizt æ síðan. Skúfarnir voru rauðir, grænir eða bláir — eða, sem algengast varð, svartir. Ekki áttu allar konur búfur með silkiskúf- um; þær efnaminni gerðu sér skúfa úr togþræði. Þá voru einnig í fyrstu notaðir svonefndir lmappaskúfar, litlir skúfar gerðir úr niðurkliþptum klæðisræmum eða „samtíningssilkikniplum perlusettum á 1. mynd. Stúlkur meS skotthúfur. Hluti af myndabla'öi frá s. hl. 18. aldar (Þjms. 6853). Ljósm.: Gísli Gestsson. mjóum tvinnafæti“, eins og segir í Brands- staðaannál um aldamótin 1800. Á myndablöðum, sem varðveitzt liafa í Þjóðminjasafni og talið er, að séu úr þýddu ferðasöguliandriti frá seinni liluta 18. aldar, sést fólk klætt ýmist erlendum búningum eða hálfgerðum ævintýrabún- ingum, en sums staðar bregður fyrir ung- um stúlkum, er bera dökkbláar skotthúfur með rauðum skúfum. Eru þetta efalítið skottliúfur íslenzkra kvenna, sem þarna eru dregnar á blað í fyrsta skipti, svo vitað sé (1. mynd). Peysuna er einnig talið, að konur liafi tekið upp eftir karlmönnum. Nokkrar lík- ur eru til, eftir varðveittum myndum að dæma, að það kunni jafnvel að liafa gerzt fyrir aldamótin 1700, en ekki er getið um kvenpeysu í rituðum heimihlum, að því er vitað er, fyrr en á seinni liluta 18. aldar. Til er fyrirsögn um prjón á kven- húsfreyjan 7

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.