Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 19
eins vel undirbúið og liægt er, þá þarf hún
ekki að vera ýkja erfið. En liitt er stað-
reynd, augljós og rétt, að það að vcra móð-
ir er ekki alltaf auðvelt verk, ónei, það er
oft bæði sársaukafullt og erfitt. Þessvegna
má til sannsvegar færa, að það að ala barn
er sársaukafullt, en sá sársauki er oft sár-
astur, þegar árin fara að færast yfir barn-
ið, sem svo saklaust og lítið lék sér í vögg-
unni sinni.
Hvaða stefnu mun þetta barn taka?
Hvaða afstöðu mun það laka til lífsins,
bver verður framtíð þess? Þessar spurn-
ingar bljóta oft að vera í huga foreldris,
þegar það undrast og dáist að því lífi, sem
það sér dafna, lífi sem því liefur verið
falið að vaka yfir meðan það er að þrosk-
ast til manndóinsára. Hvert svarið verður
veltur á mörgu. Erfðir, upplag, uppeldi
umhverfi og kringumstæður, allt eru þetta
sterkir þættir til að skapa og móta. Hvern-
ig tiltekst er því sannarlega ekki alltaf for-
eldrunum eingöngu að kenna eða þakka,
en því verður auðvitað aldrei neitað, að
það hvemig sambandið milli foreldris
og bams er, hlýtur ávallt að verða mjög
sterkur þáttur í lífsviðhorfi og lífsstefnu.
Um uppeldismál ætla ég ekki að ræða
enda ekki fær um það, um það er svo
margt ritað og rætt. En sú spurning vakn-
,ar oft, livernig fóm foreldrar að bér áður
fyrr, sem fengu engar leiðbeiningar, en
virtust vera fædd til að fæða af sér og ala
upp liamingjusöm börn? Svarið er ein-
faldlega þetta. Það var hjartavitið og kær-
leikurinn og trúin á handleiðslu Guðs, sem
lýsti upp leiðina, og svo var umhverfið
ekki eins geigvænlega sterkt eins og það
er nú.
Þessvegna þarf bjólið að snúast til baka,
þótt það sé e. t. v. á móti lögmálum nútím-
ans. Það þarf að snúast í þá átt að móðirin
eignist það samband við dóttir sína, að
hún geti setzt hjá lienni í kyrrð og ró, laus
við bítlamúsikk og sjónvarps- eða útvarps-
hávaða. Það þarf að snúast þannig, að þú
setjist bjá dóttir þinni, já og syni, talir við
þau um undur lífsins, ekki á háfleygan og
vísindalegan bátt, lieldur á einfaldan og
kærleiksríkan liátt. Þú þarft ekki að bafa
húsfreyjan
nein fræðirit til bjálpar, þú þarft ekki
að kenna dóltir þinni um liin ýmsu líffæri,
sköpun þeirra eða störf, þú þarft ekki að
segja lienni í smáatriðum um samskipti
karls og konu, eða ráðleggja henni getn-
aðarvarnarlyf. Allt þetta veit lieilbrygð,
ung kona, benni er þetta í blóð borið,
náttúran sér um það nú, eins og ávallt, en
sú hjálp, sem liún þarfnast frá þér, er and-
legur styrkur: til þess að skilja sjálfa sig,
og til þess að berjast gegn tíðaranda og
tízkufyrirbæri, sem berst liarðri baráttu til
þess að kæfa allt sem siðgæði heitir.
Það er ekki vandalítið að vera ung og
óþroska í slíku andrúmslofti. Ég veit það
vel, að þetta bjargar ekki öllu, eins og ég
liefi þegar sagt, en það er samt skortur-
inn á þessu beilbrigða og eðlilega sam-
bandi milli móður og dóttur sem á stóra
sök á að svo fjölmörg mistök eiga sér stað.
Nútíma æska er mötuð á því sí og æ, með
öllum tiltækum ráðum, að kynferðisþörfin
verði að fá útrás og verði að fá næringu,
nákvæmlega eins og líkaminn þarf mat til
viðhalds.
Hitt verð ég lítiö vör við, að áróðri sé
lialdið uppi til þess að benda mæðrum
framtíðarinnar á það, að það sé brot, gegn
því fegursta í náttúrunni að næra eölileg-
ar og fagrar tilhneigingar og livatir á ó-
eðlilegan bátt, og gera þær þannig að ó-
eðli, sem dregur til spillingar og óliam-
ingju.
Eina móteitrið gegn þessari geigvæn-
legu óliamingjuþróun, eruð þið sjálfar,
mæður — mæðra framtíðarinnar! Hjólið
þarf að snúa til baka, móðurhlutverkið
þarf, já það verSur að verða aftur það,
sem því í upphafi var ætlað að vera. Ef
svo yrði, yrðu þessi vandamál svipur bjá
sjón. Leyfið mér þessvegna að segja þetta;
gefið ykkur tíma fyrir syni ykkar og dæt-
ur, hjálpið þeim, það er ykkar fyrsta og
stærsta lilutverk, ekkert má vera ykkur
hugþekkara en það. Þroskið ykkur sjálfar,
svo þið getið hjálpað börnunum ykkar til
þroska, því það þarf að þroska og efla
siðgæðiskennd unga fólksins, þroska bug-
sjón þess, þroska fegurðarskyn þess, þroska
hjá því virðingu fyrir sjálfu sér!
15