Húsfreyjan - 01.04.1968, Side 27

Húsfreyjan - 01.04.1968, Side 27
BlaSsíða úr Neues Modelbueh ejtir Rósínu Fiirst, útg. í Niirnberg 1666—1676. Þýzka munstrið í lieild má sjá á vönd- uðu linakksessuborði fiosuðu frá Ketils- stöðum á Völlum (Þjms. 7294); er sess- an talin vera frá 18. öld. Þá er munstrið einnig í íslenzkri sjóna- bók frá 1776 (Þjms. 6950), en þar hefur verið bætt neðan við það skrautlegri blómakrukku og fuglum og blómum beggja vegna við bana. En svo vikið sé aftur að uppdrættinum, sem fyrst var um getiö, þá er gert ráð fyr- ir tveimur litum á teikningunni, þótt sleppt liafi verið á saumaöa dreglinum þeim lit, sem merktur er með punktum. Dregillinn er gerður úr bvítri börlengju, 20 cm breiðri og um 1 metra á lengd, með um 7—8 þræði á livern cm í uppistöðu og ívafi. Saumað var í með fléttusaumi með þremur litbrigðum af áróragarni (hör- garn befði ekki síður verið fallegt, ef lita- úrval liefði verið fáanlegt), miðmunstrið með bárauðú, en munstrin til endanna með dekkra rauðu og dökkrauðu. Voru litirnir valdir með tilliti til ákveðins borð- búnaðar, enda dregillinn ætlaður sem veizludregill á dúkað borð, þótt liér sé liann sýndur á sófaborði. Munstrið var sett niður með þeim liætti, að um 34 spor (68 þræðir) voru milli munstureininga og jafnlangt frá endum að munstrum. Frá endunum var gengið með einföldum hvítum raksaumi miðja vegu milli munsturs og enda og síðan kögr- að upp að saumnum. E. E. G. Ljósm.: Gísli Gestsson. HÚSFKEYJAN 23

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.