Húsfreyjan - 01.04.1968, Side 31

Húsfreyjan - 01.04.1968, Side 31
ennfremur eru þau ódýrari í þvotti, þar sem kostnaSur við þvott, bæði í lieimaliús- um og þvottahúsum, fer eftir þyngd. Rekkjuvoðir slitna mest í miðju, og því eru þær einnig framleiddar þannig, að miðja efnisins er styrkt, þ. e. a. s. liún er þéttara ofin. En þessi efni eru einungis betri vara en önnur, ef efnið í heild er til- tölulega þétt ofið og gott, auk þess sem miðjan er sérstaklega þétt ofin. Lök úr flóneli eru notuð eins og venju- leg lök og til að hlífa dýnunni. Þau virð- ast lilýrri en önnur lök, en eru ekki jafn sterk og venjuleg bómullarlök, m. a. vegna þess, að flónel er mjög lausofið efni og þar að auki ýft. Nýlega liafa komið á markað í Dan- mörku lök úr bómull með krepvefnaði. Þau þarf livorki að strjúka né rúlla. Lök úr hör þola ekki þvott eins vel og bómullarlök, ennfremur á fremur að rúlla þau í kaldri rúllu en í heitri strokvél, svo að þau eru tæplega eins lieppileg og bóm- ullarlök nú á dögum. Stœrð laka Þar sem lakaléreft er sjaldan sanforiserað (hleypt við framleiðsluna), þurfum við að hafa það í liuga, þegar keypt eru tilbúin lök, að stærð þeirra er mæld, áður en þau hlaupa. Hæfileg lengd á lökum fæst með því að bæta tvöfaldri þykkt dýnuunar við lengd hennar og ennfremur 2 sinnum 15— 20 sm til að brjóta inn undir + 8% fyrir því, sem efnið lileypur. Breiddin fæst á sama luitt með því að bæta tvöfahlri þykkt dýnunnar við breiddina og auk þess 2 sinn- um 15—20 sm til að brjóta inn undir + 5% fyrir því sem efnið hleypur. Eigi að sauma lökin í heimahúsum þarf einnig að reikna með saumförum. Dæmi: Venjuleg dýna er 190 sm ú lengd, 85 sm á breidd og 13 sm á þykkt. Efni í lak á þessa dýnu þarf lielzt að vera 265 sm á lengd og 150 sm á breidd (190 sm + 26 + 30 + 20 sm (8%) = 266; 85 sm + 26 + 30 + 8 sm (5%) = 149). Oft eru tilbúin lök of lítil. Venjuleg stærð á laki, sem keypt er tilbiiið í búð er Laki'ö er brotiö tvöfalt, bœSi á lengd. og brcidd. Lengd, breidd og þykkt dýnunnar er síðan mœld. Merkt er þar sem helmingur lengdar og breidd- ar mœtast á brotnu lakinu. Á er þá efra horn á dýnunni. Þykkt dýnunnar er síSan mœld og merkt út eftir línunum AB og AC. Hornin 4 eru nú klippt af lakinu (klippt eftir strikalínunni), svo aS nœgilegt saumfar sé eftir. SíSan eru hornin saumuS saman, saumurinn kasta'Sur eSa bryddaSur. AthugiS a'S ekki er víst, aS AB og AC séu alltaf jafnlangar línur. HÚSFREYJAN 27

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.