Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 32

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 32
um 140x240 sm. En þegar lakið lileypur í þvotti um 8% á lengd og 5% á breidd, þá verður það ekki nema um 130x220 sin í reyndinni eftir þvottinn. Séu lökin saumuð þannig, að faldarnir séu eins á báðum endum, t. d. 2 sm breið- ir, þá er bægt að snúa lakinu bvernig sem vill, svo að það slitni jafnara. En sé ann- ar fablurinn breiðari, þá er Iionum ósjálf- rátt snúið til höfðalagsins, og lakið snýr þá alltaf eins í rúminu og slitnar fyrr. Lök saumuð með sama lagi og dýnan eru þægileg í notkun. Það er auðvelt að koma þeim fyrir og þau sitja stöðug á dýn- unni. Þessi lök sjást sjaldan í verzlunum, en auðvelt er að sauma þau t. d. úr lökum, sem búið er að þvo nokkmm sinnum, svo ekki sé bætta á að þau blaupi. Sœngurver Sængurver þurfa að vera svo rúm, að þau berpi ekki sængina saman. Þess vegna er mikilvægt, að þau séu nægilega stór einn- ig eftir að búið er að þvo þau. Ef sængurveraefni er ekki hleypt (san- foriserað) og það er það sjablan, þá má ætla að það Jilaupi álíka mikið og laka- breidd. Venjuleg stærð á sængurvemm er 130x190 sm, 140x200 sm eða 160x220 sm. Stærð á barnasængurverum er 100x125 sm til 160. Ungbarnaver er 80x100 sm. Sængurveraefni þurfa að vera mjúk, svo að mýkt sængurinnar geti notið sín. Þau þurfa að draga vel í sig vætu og þola suðu- þvott. Bómullarefni em svo að segja ein- gögu notuð í sængurver. Það reynir varla eins mikið á sængurveraefni og lök, og því eru þau oftast ofin iir fínna gami. Vefn- aðargerðin er oft satínvefnaður, og þannig fást oft mjúk og lipur efni. Vandaðri efni eru með jacquardvefnaði og ofin tír mer- eerisemðu garni. Hvít sængurveraefni em oftast röndótt eða jacquardofin efni. Mis- Jit sængurveraléreft em oftast mcð e"in- skeftuvend, en mýktin fæst við það, að notað er fínna garn. Krepofin efni þarf livorki að strjúka né rúlla eftir þvott. Oft em sænguver saumuð með 10 sm liroti að ofanverðu. Þá verður að snúa ver- inu eins alltaf, svo að slitið kemur því mis- jafnt niður á því. Uppliaflega mun þetta brot hafa verið baft til þess, að bægt væri að spretta því upp, og klippa síðan burt samsvarandi hluta, sem slitnað befði mest við brúnina efst. En þessi gagnsemi brots- ins liefur víst fallið í gleymsku, og nú er það venjulega liaft til skrauts. Ekki væri 28 HÚSFRETJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.