Húsfreyjan - 01.04.1968, Page 40

Húsfreyjan - 01.04.1968, Page 40
Þióðbúningar endurnýjun eða endurvakning Æskulýðssamband Islands boðaði á s. 1. vetri fulltrúa margra fjöldasamtaka á fund til þess að fjalla um samþvkkt, sem gerð var á þingi þess vorið 1967. Sú samþykkt fjallaði um að leita eftir hugmyndum „um nýjan íslenzkan þjóðbúning við bæfi nú- tímakonunnar“. Var það ætlun þingsins, að þessir aðilar, sem til voru kvaddir, skipuðu fulltrúa í dómnefnd, sem síðan dæmdi um hugmyndir, sem fram kæmu í landskeppni. Vildi Æskulýðssambandið með þessu sporna við því, að notkun þjóð- búninga legðist niður. Kvenfélögin liafa löngum livatt til notk- unar og viðbalds þjóðbúninga og þótti Kvenfélagasambandinu sjálfsagt að verða við þeim tilmælum að senda fulltrúa til viðræðna í þessari nefnd. Var fyrst reynt að fá til þess Huldu Stefánsdóttur, fyrr- verandi skólastjóra, en bún gat ekki kom- ið því við vegna anna og varð þá að ráði að undirrituð yrði fulltrúi K. í. Þau önnur samtök, sem að staðaldri Iiafa sent fulltrúa á þessa viðræðufundi við stjórn Æskulýðssambandsins eru Heimil- isiðnaðarfélag íslands, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Gullsmiðafélagið, Fél. ísl. teiknara og Félag bandavinnukennara. Fulltrúar frá öðrum samtökum liafa verið strjálari gestir. Fundarstjóri befur verið Björn Th. Björnsson listfræðingur og Elsa E. Guðjónsson magister befur mætt sem ráðgefandi aðili á vegum Þjóðminjasafns- ins. I umræðum þessum bafa komið fram tvö megin sjónarmið: í fyrsta lagi það sjónarmið, sem Æskulvðssambandið boð- aði með samþykkt sinni, að efna skvldi til samkeppni um nýjan búning, en í öðru lagi það, að til séu svo margar gerðir fal- legra búninga, að fremur beri að kynna þá alla rækilega og livetja til notkunar þeirra. Hinsvegar bafa allir verið sammála um, að æskilegt og nauðsynlegt sé að koma á fót upplýsingamiðstöð, er gefi upplýs- ingar og leiðbeiningar um gerð og efni búninga og geti helzt einnig tekið að sér að sjá um saum á þeim og selja til þeirra efni. Einnig að vel kæmi til greina að sam- ræma meira en nú tíðkast bin smærri at- riði búninganna, sem almennast eru not- aðir. Svo sem lesendur Húsfreyjunnar sjá, þá birtast nú í blaðinu greinar eftir Elsu E. Guðjónsson um íslenzka kvenbúninga. Sá greinaflokkur er að nokkra hugsaður sem framlag Kvenfélagasambands íslands til kynningar og stuðnings þeirri lofsverðu viðJeitni Æskulýðssambandsins að stuðla að því, að þjóðbúningamir verði meira notaðir en nú gerist. Þá liefur verið ákveðið að í liaust verði í Þjóðminjasafni Tslands lialdin sýning á kvenbúningum þeim, sem þekktir eru liér- lendis og mun Æskulýðssambandið kosta útgáfu vandaðrar sýningarskrár, sem jafn- framt verði notuð sem kynningarrit á víð- ara vettvangi. Rætt befur verið um þjóðbúningana í útvarpi og blöðum og liafa viðbrögðin við þeim umræðum styrkt okkur, sem ekki höfum vilja bvetja til byltingar í gerð þjóðbúninganna, í skoðun okkar, að meiri- hluti kvenna sé sama sinnis og við. Frá Kvenfélaginu Björk í öræfum hefur t. d. borizt samþykkt, sem gerð var á aðalfundi þess félags 10. marz s. 1., þar sem ein- dregið er mótmælt öllum breytingum á þjóðbúningunum, en konur livattar til þess að nota þá við hátíðleg tækifæri. Æskulýðssanibandið mun senda lítinn bækling til kvenfélaga landsins og væri æskilegt að þau ræddu málið á fundum sínum og létu síðan frá sér beyra, svo að sem flestir segi sitt álit áður en frekari skref eru stigin í þessu máli. S. Th. 36 HÚSFUEYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.