Húsfreyjan - 01.04.1968, Síða 42
Þær spurningar sem berast til Leiðbein-
ingastöðvarinnar benda til þess, að stund-
um komi fyrir, að livítur nælonfatnaður
litist, ef bann er látinn í þvottavél með
mislitum nælonfatnaði. Hér skal því tekið
fram, að gerviefni litast yfirleitt mjög auð-
veldlega af öðrum fatnaði, jafnvel af fatn-
aði, sem ekki virðist láta lit. Þvoið því
ætíð livítan nælonfatnað sér.
Spurning: Hvað er eggjagult? Er liægt
að nota eggjagult í staðinn fyrir egg?
Svar: Eggjagult er ekki þurrkað egg
eins og eggjaduft, sem var á markaðnum
fyrir nokkrum árum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá efnagerðinni Rekord og efna-
gerðinni Ilma er eggjagult blanda af maís-
sterkju, sódadufti og gulum lit, og er maís-
sterkjan aðaluppistaðan í blöndunni. Ef
eggjagult er látið í kökudeig verða kökurn-
ar gular á litinn og lyfta sér aðeins meira
vegna sódaduftsins. Eggjagnlt er selt í litl-
um dósum eða pökkum, mun kílóverðið
vera um 50—70 kr. Kílóverð á maízena-
nijöli er um 30 kr.
Spurning: Mig langar til að kaupa frysti-
kistu fyrir haustið, bvað þarf ég að atliuga,
þegar ég kaupi hana?
Svar: Þegar frystikista er keypt, ]>arf
að athuga eftirfarandi atriði:
1. Ábyrgðarskírteini og það sem í á-
byrgðinni felst.
2. Varabluta- og viðgerðaþjónustu.
3. Stærð kistunnar og ummál bennar.
Það fer að sjálfsögðu eftir stærð fjölskyld-
unnar, livað frystikistan þarf að vera stór,
en það fer einnig eftir því, hvernig þér
lmgsið yður að nota kistuna. Þess skal get-
ið, að í hverjum lítra af frystikisturúmi er
unnt að geyma um y2 kg af matvælum.
Mælið kistuna að utanverðu og berið mál-
in saman við plássið, sem lil umráða er í
íbúðinni, þar sem frystikistan á að standa.
4. Frostið í kistunni. Þegar matvæli eru
fryst, þarf helzt að vera 25° frost í kist-
38
unni. En fryst matvæli þarf að geyma
í a. m. k. 18° frosti. Unnt þarf að vera að
stilla liitastillinn í samræmi við notkun
kistunnar.
5. Hve mikið magn af matvælum má
frysta í einu. Danir tala um „indfrysnings-
kapacitet“ frystikistu eða frystiskáps, en
það þýðir live mikið magn eða mörg kíló af
matvælum er liægt að frysta á tveim sólar-
Iiringum, þannig að matvaran sé gegnfros-
in (en þá á bitastigið að vera komið í -í-
10° C í miðju böggulsins). Það er mjög
mismunandi, bve mikið magn er unnt að
frysta í einu í liinum ýmsu gerðum af
frystikistum. Að sjálfsögðu fer það að
nokkru eftir stærð kistunnar, en fleiri at-
riði koma einnig til greina í því sambandi.
Ef óskað er eftir að geta fryst mikið magn
í einu, er áríðandi, að „indfrysningskapa-
citeten“ sé bá, til þess að góður árangur
náist.
6. Gerð kistunnar. Flestar kistur eru
lakkaðar að utanverðu, en stundum er
þannig gengið frá lokinu, að unnt er að
nota það sem vinnuborð. Að innanverðu
eru frystikistur oftast úr plasti eða áli
(alúmíni), en það þykir auðvelt að
breinsa. Munið að ál má ekki hreinsa
með sóda eða þvottaefni með sóda. Lamir
kistunnar þurfa að vera sterklegar og end-
ingargóðar, og einangrun kistunnar þarf
að vera mjög góð, þá er bún sparneytin á
rafmagn.
7. Rafmagnsnotkun kistunnar. Algengt
er að frystikistur noti um 1Y2—3 kwb á
sólarbring. Ef kistan er látin standa á
köldum stað, verður rafmagnsnotkunin
minnst, látið ekki frystikistu standa ná-
lægt miðstöðvarofni.
8. Körfur og grindur þurfa að vera
þægilegar, svo að auðvelt sé að bafa allt
í röð og reglu í kistunni. Ennfremur þarf
að vera Ijós utan á kistunni, sem gefur til
kynna, ef hitastigið bækkar í henni.
Meiri og ýtarlegri vitneskju er unnt að
fá í bæklingnum „Frysting matvæla“, sem
Sigríður Kristjánsdóttir tók sainan. Fæst
hann á skrifstofu Kvenfélagasambandsins,
Hallveigarstöðum. S. H.
HÚSFREYJAN