Húsfreyjan - 01.04.1968, Side 45
Ég lagði þessar spurningar fyrir þær:
1. Hve gamalt er félag yðar og hvaða
konur skipa stjóm þess nú?
2. Hvernig er fundarsókn?
3. Hvaða verkefni liafið þið tekið fyrir
og hvað nýtur mestra vinsælda?
4. Hvað um framtíðina?
Hér á eftir fara svör þeirra. Ég vil geta
þess að síðan að þetta var tekið saman er
komin ný stjóm í Kvenfélag Kópavogs og
skipa liana þessar konur:
Eygló Jónsdóttir formaður
Sigurbjörg Þórðardóttir varaformaður
Guðrún Einarsdóttir ritari
Stefanía M. Pétursdóttir gjaldkeri
Meðstjórnendur:
Arndís J óhannesdóttir
Áslaug Eggertsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Jóhanna Björnsdóttir
Rannveig Jónasdóttir
Frú SigríSur Gísladóttir:
F svar:
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda var stofnað
14. maí 1953. Stjórn félagsins skipa nú
þessar konur:
Sigríður Gísladóttir formaður
Ásdís Magnúsdóttir varaformaður
Guðný Jónsdóttir gjaldkeri
Ástliildur Pétursdóttir ritari
Stefanía Stefánsdóttir meðstjórnandi.
Varastjórn:
Inga Þorsteinsdóttir
Hólmfríður Guðmundsdóttir.
2. svar:
Fundarsókn má teljast vel í meðallagi, en
starfsemin byggist aðallega á fræðslufund-
um og námskeiðum.
3. svar:
Aðallega liúsmæðrafræðslu og ýmiskonar
námskeið. Vil ég minnast á nokkur atriði.
Haldin liafa verið saumanámskeið, sníða-
námskeið og snyrtinámskeið. Þá liöfum
við verið með námskeið í postulínsmálun
og bókbandi, og livorutveggja verið mjög
vinsælt. Þá hafa verið haldin mörg fróðleg
erindi um liúsmæðrafræðslu, blómarækt
og lieilsuvernd. Þá má nefna sýnikennslu í
veizlubrauði, en þá urðu margar frá að
liverfa, svo mikil varð aðsóknin. Einnig
heldur félagið basar árlega.
4. svar:
Gagnvart félagsstarfinu yfirleitt, má segja
að vaxandi erfiðleikar séu á almennri þátt-
töku. Þar kemur ýmislegt til greina og má
þar nefna sjónvarpið meðal annars.
Félagsstarfið er hér eins og víðar borið
uppi af of fáum, en í okkar félagi eru góð-
ir starfskraftar fyrir liendi og lít ég því
björtum augum á framtíðina.
Frú Sólveig Runólfsdóttir:
1. svar:
Freyja, félag framsóknarkvenna í Kópa-
vogi var stofnað 5. apríl 1963, og er því
nákvæmlega 5 ára gamalt. 1 stjórn þess
eru nú þessar konur:
Sólveig Runólfsdóttir formaður
Margrét Ólafsdóttir varaformaður
Jóhanna Bjarnfreðsdóttir gjaldkeri
Hólmfríður Gestsdóttir ritari
Þorgerður Kolbeinsdóttir meðstjórnandi.
Stjórn SjáljstœSiskvennafélagsins Eddu. Fremri
röð frá vinstri: Ásthildur Pétursdótlir, Sigríður
Gísladóttir, Guðný Jónsdóttir. Aftari röð: Ásdís
Magnúsdóttir, Stefanía Stefánsdóttir, Hólmfríður
Guðmundsdótlir.
húsfreyjan
41