Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 47
(Eftirfarandi grein birtist í blaðinu Einherju á
Siglufirði. Höfundur greinarinnar er Jóliann Þor-
valdsson, ritstjóri).
Þann 13. nóv. s. I. hélt Kvenfélagið VON upp á
hálfrar aldar afmæli sitt nieð hátíðafundi að
Borgarkaffi, og var ]>að 391. fundur félagsins, en
fyrsti fundur félagsins var haldinn 13. nóv. 1917.
Aðalhvatamaður og fyrsti fonnaður félagsins
var frú Tndíana Pétursdóttir Tynes. Aðrar konur
> fyrstu stjórn voru: Guðrún Björnsdóttir vara-
formaður, Anna Vilhjálmsdóttir gjaldkeri, Kristín
Pálsdóttir ritari, og meðstjórnendur Rósa Eggerts-
dóttir og Petrína Sigurðardóttir.
Stofnendur félagsins voru 48 konur, en nú eru
félagskonur um 100. t Iöguin félagsins segir að
tilgangur félagsins sé ineðal annars „að styðja
framfarafyrirtæki og hjálpa bágstöddum“. Fyrsta
viðfangsefni félagsins var margs konar liknar-
starfsemi. Þá ræðst félagið í ]>að stórræði 1925,
að byggja sér hús til fundastarfsetni o. fl., Kven-
félagshúsið, Suðurgötu 14. Þetta liús seldi félagið
stúkunni Framsókn nr. 187 1939, og starfrækti
stúkan ]>ar sjómanna- og gestaheimili Siglufjarð-
ar um margra ára skeið.
Fljótlega hófst félagið handa um starfrækslu á
barnadagheimili í Siglufirði yfir síldartímann.
IIÚSFKEYJAN
Fyrst við mjög frumstæð skilyröi. Var t. d. not-
ast við tjöld, ]>ar sem húsnæði var ekkért. Síðan
var dagheiinilið starfrækt í liúsi félagsins við
Suðurgötu, og þegar það var selt, byggði félagið
dagheimilið Leikskála, rétt innan við Siglufjarð-
arkaupstaö. Þar hefur kvenfélagið starfrækt dag-
heimilið flest ár síðan og gerir enn. Þótt margar
kvenfélagskonur liafi unnið mikið og gott starf í
þágu dagheimilisins, þá á frú Guðrún Rjörnsdótt-
ir mestan þátt í stofnun og starfrækslu Leikskála,
og var formaður dagheimilisnefndar alla tíð frá
þyrjun og þar til hún flutti frá Siglufirði fyrir
nokkruin árum. Er þessi þáttur úr starfsemi fé-
lagsins, gott dæmi um dugnað og fórnfýsi liinna
ýmsu kvenfélaga og kvennasamtaka víðs vegar um
landið.
Snenima var rælt um það innan félagsins að
brýn þörf væri á að koma upp elliheimili í Siglu-
firði. Stofnuðu félagskouur Elliheimilissjóð, sem
þær söfnuðu fé til. Þegar hafin var bygging nýja
sjúkrahússins, samþykktu félagskonur að leggja
ellilieimilissjóðiun í bygginguna gegn því að þar
yrði starfrækt sérstök elliheimilisdeild, sem og
gert er. Sjóðurinn nam alls um 510 þús. kr. Auk
þess gaf félagiö gluggatjöhl og gólftep|>i í elli-
lieimilisdeildina, og í tilefni af 50 ára afmælinu
gaf félagið bókaliillu með skrifborði í dagstofu
ellideildarinnar. Má því segja að meö þessuin
tveim þáttuin starfsemi sinnar, barnadagheiinili
og elliheimili, liafi kvenfélagið VON veitt æsku
Siglufjarðar og öldruðu fólki sérstakan stuðning
og lijálp, sem er þakkar vert.
Þó hér hafi verið nefndir tveir merkir ]>ættir úr
starfi kvenfélagsins, þá er margt ónefnt enn, er
félagskouur liafa unnið að með fórnfýsi og dugn-
aði. Má þar nefna stuðning þeirra og umhyggiu
við Sjúkraluis Siglufjarðar, aðra en áður cr getið,
t. d. gaf félagið allan sængurfatnað í gamla sjúkra-
húsið, þegar það tók til starfa 1928, en það cr nú
horfið.
Þá liafa vinnuflokkar innan félagsins unnið
inikið að sérstökum málum. Má í því sambandi
nefna „Spyrðuflokkinn“, sem árum saman vann
að spyrðuhnýtingu, og andvirði vinnunnar gáfu
koiiurnar til cllideildar sjúkrabússins, sem niinn-
ingargjöf um frú Sigurbjörgu Hólm, sem var ein
í hópnum og formaður félagsins um árabil.
Á 50 ára afmælinu voru tvær konur gerðar að
heiðursfélögum, þær Sigríðtir Jónsdóttir, Hlíðar-
húsum, og Freyja Jónsdóttir, en báðar þessar kon-
tir hafa niikiö starfað innan félagsins og átt sæti í
stjórn um árabil.
Þá bárust félaginu árnaðaróskir og gjafir frá
lclögum og einstaklingum.
Stjórn félagsins skipa nú: Guðný Fanndal, for-
maður. Þorfinna Sigfúsdóttir, varafomiaður, Mar-
grét Ólafsdóttir, ritari, Kristín Rögnvaldsdóttir,
gjaldkeri. Anna Snorradóttir og Hildur Eiríksdótt-
ir, ineðsljórnendur. (Á myndinni eru talið frá
vinstri: Kristín Rögnvaldsdóttir, Guötiý Fanndal,
Margrét Ólafsdóttir.)
43