Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 21
ÁRNI BÖÐVARSSON
Evrópumál og esperanto
i.
í seinni tíð hefur áhugi málfræðinga vaxið á skipulögðum, tilbúnum
tungumálum, hvaða lögmálum gerð þeirra, þróun og notkun lúti. Bók-
um og tímaritum um þetta efni fjölgar, og fjallar sumt af því einnig
um félagslegu hliðina, þörfina á samræmdri lausn og þann vanda sem
sprettur af vöntun á sameiginlegum tjáningarmiðli mannkynsins í
samskiptum þjóða.
Þótt esperanto sé eina slíka skipulagða tungumálið sem náð hefur
nokkurri fótfestu og komist verulega í rit, og raunar eina málið af
því tagi sem staðist hefur próf reynslunnar, eru rannsóknir engan veg-
inn bundnar við það mál eitt. En rit um slíkar rannsóknir eru birt á
esperanto og þjóðtungum.
2.
Alloft er því hreyft að með vaxandi útbreiðslu máls eins og esperanto
hljóti mállýskumunur að koma upp, ekki geti hjá því farið að til að
mynda ákveðnar framburðarvenjur myndist, mismunandi eftir heims-
hlutum, líkt og landshlutavenjur í þjóðtungum. Jafnvel hafa sumir
óttast að slíkar framburðarmállýskur muni standa framgangi þess sem
alþjóðamáls fyrir þrifum þegar fram í sæki. Reyndin hefur orðið önn-
ur. Á alþjóðaþingum esperantista hefur komið saman fólk frá öllum
hlutum heims þótt þátttaka Afríkubúa hafi verið einna minnst til
þessa. Mállýskumun í framburði eða öðrum þáttum málsins hefur ekki
verið unnt að merkja meðal þátttakenda, nema hvað hljóðkerfi móð-
urmáls hefur stundum .skinið í gegn í framburði mælenda. Þannig má
stundum greina Dani, Englendinga eða Japani frá öðrum á hljóð-
mynduninni einni — og sjálfsagt íslendinga líka, þá sem ekki hafa
lært rödduð s-hljóð eða nota órödduð /1, m, n/ á undan /p, t, k/.
Ekkert slíkt hefur samt komið að sök við að skilja málið, þótt sér-
hljóð dönskunnar og setningarhreimur, mikil tvíhljóðamyndun að
tslenskt mál 2