Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 22
2
Árni Böðvarsson
hætti enskunnar, léleg aðgreining japönsku á /r/ og /1/ eða engin
aðgreining íslendinga á rödduðum og órödduðum hljóðum setji mark
sitt á framburð manna. Þetta hefur því ekki orðið neinn vandi í notk-
un esperanto á alþjóðavettvangi, og hefur reynslan af því raunar orð-
ið slík á rúmum 90 árum málsins að enginn sem til þekkir mun óttast
slíka klofningu í framburðarmállýskur.
Með þessu er ekki sagt að áhrif þjóðtungna á mál eins og esperanto
séu engin; málið standi eitt sér ósnortið utan hins mikla málagrúa
þjóðanna. En áhrifum eins og tökumerkingum, orðalagi þjóðtungna
og öðru slíku hefur lítt verið sinnt af fræðimönnum sem ritað hafa
um esperantologíu.
Hér verða rædd nokkur atriði þessa viðamikla efnis. En fyrst mun
skynsamlegt að veita lesandanum nokkurt yfirlit yfir málfræði esper-
anto — og felur það yfirlit raunar í sér drjúgan hluta málfræðinnar.
3.
Nafnorð enda á o í eintölu, lýsingarorð á a í eintölu, atviksorð á e,
fleirtala no. og lo. bætir við sig j og andlagsfall (þolfall) no., lo. og
fn. bætir við sig n: homo ‘maður’, homa ‘mannlegur’, home ‘mann-
lega’, homoj ‘menn’, la homojn ‘mennina’. Hver tíð sagnbeygingar
hefur sinn sérhljóða, þátíð i, nútíð a og framtíð o. Germynd framsögu-
háttar endar á s, lýsingarháttur germyndar í nútíð á nta, lh.þt. ta.
Því hefur nt.gm. endinguna as, þt. is, frt. os, lh.gm. þt. inta, nt. anta,
frt. onta, lh.þm. ita, ata, ota: skribita libro ‘rituð bók’, skribota libro
‘bók sem verður skrifuð’, skribinta homo ‘maður sem hefur skrifað’,
skribonta homo ‘maður sem mun skrifa’ (í sömu merkingum vitanlega
nafnorðin skribinto og skribonto). Nafnháttur endar á i sem er engin
sérstök tíð og veldur ekki ruglingi því að ekkert samhljóð er á eftir:
bindi ‘að binda bók’ (án tíðarákvörðunar).
Einn sá þáttur í esperanto sem auðgar það hvað mest og gerir það
enn hæfari tjáningarmiðil, eru forskeyti og viðskeyti (venjulega talin
alls um 40) með skýra afmarkaða merkingu, ekki margþætta og mis-
munandi eftir orðstofnum eins og tíðkast um endingar í beyginga-
málum. Eitt hið einfaldasta þeirra er forskeytið mal sem táknar and-
stæðu: granda ‘stór’, malgranda ‘lítill’, bindi ‘binda inn’, malbindi
‘losa úr bandi’, sana ‘heilbrigður’, malsana ‘sjúkur’. (Og svo geta les-