Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 23
Evrópumál og esperanto 3
endur reynt að finna íslenska samsvörun skammaryrðis eins og mal-
homo.)
Viðskeytið ej táknar stað eða vettvang þar sem eitthvað fer fram
eða er, og ar samsafn af einhverju: dormi ‘sofa’, dormejo ‘svefnstað-
ur’, bovo ‘nautgripur’, bovejo ‘fjós’ eða ‘staður fyrir nautgripi’, bovaro
‘nautahjörð’, bovarejo; libraro ‘bókasafn’, libraristo ‘bókavörður’.
Viðskeytið ig merkir að koma á einhverju ástandi, gera einhvern
eitthvað: verda ‘grænn’, verdigi ‘gera grænan’, malgrandigi ‘gera lít-
inn’. Á svipaðan hátt merkir ig verða eitthvað, komast í eitthvert
ástand: verdigi ‘grænka’, malgrandigi ‘verða lítill’. Viðskeytið eg
merkir stækkun, en et er smækkunarending. Því er grandega ‘risastór’,
grandeta ‘lítið eitt stór’, malboneta ‘pínulítið vondur’.
Þessi dæmi ættu að nægja til að veita svolitla hugmynd um orð-
fræðilega byggingu málsins. Ekki eru formleg takmörk þess hversu
mörgum viðskeytum eða forskeytum má bæta við hvem orðstofn, en
það verður stirður stíll ef mörgum er raðað saman. Þó em algeng orð
eins og bovarejo, libraristo, malsanulejo (‘sjúkrahús’, eiginl. „sjúklinga-
staður“).
í samræmi við tíðaranda 19. aldar setti höfundur málsins, Zamenhof,
sérstaka endingu, in, fyrir kvenkyn: viro ‘karlmaður’, virino ‘kona’, en
enga samsvarandi endingu fyrir karlkyn. Hins vegar benti hann á að
nota orðstofninn vir sem eins konar forskeyti í því skyni: virhundo
‘karlkyns hundur’, hundino ‘tík’. Og með samsetningum má raunar
nota hvaða nafnorð sem er sem forskeyti eða viðskeyti eftir því sem við
á, svo og nota öll viðskeytin og forskeytin sem sjálfstæð orð með til-
heyrandi beygingu. Því er ino (sjálfstætt orð) ‘kvenkyns lífvera’, með
aðaláherslu á kynferðið, eta ‘smár’, ejo ‘staður’, are ‘í mergð’.
Þolfall (réttara sagt andlagsfall) endar á n, og má segja að notkun
sérstakrar andlagsendingar komi í stað bundinnar orðaraðar, þar sem
hún er frjáls í esperanto. En þótt svo sé, er „bein“ orðaröð algengust
(fmmlag, sögn, andlag), en stílblæ má stjóma með því að breyta henni.
Með forskeytinu mal verður til í esperanto aragrúi af tveggja póla
samstæðum, svo sem 'dæmin bindi—malbindi, sana—malsana sýna. En
í þessu efni em vitanlega miklir möguleikar á myndun orða sem eiga
sér ekki samsvaranir í venjulegum Evrópumálum, svo sem maldevo
(íslensk samsvöran ekki til, en devo er ‘skylda’), malnokto (nokto
‘nótt’, tago ‘dagur’), og jafnvel er allmikið af orðum í málinu samheiti