Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 26
6
Árni Böðvarsson
Þess hefur áður verið getið að samhliða afleiddum orðum í esperanto
séu einnig notaðir sérstofnar og skulu nú nefnd nokkur dæmi þess.
Eðlilegt orð um sjúkrahús er malsanulejo (malsanulo ‘sjúklingur’),
en hospitalo er notað. Vivi merkir að lifa, og að deyja ætti þá að vera
malvivigi, en notað er morti. Svartur er nigra, en hvítur blanka. Sum
orðasambönd eru sameiginleg mörgum Evrópumálum, en ekki alþjóð-
leg fyrir það. Því hefur verið gagnrýnt að nota í esperanto kuri riskon
(ensku run a risk, ít. correr rischio), rompi kun (en. break with, þý.
brechen mit, fr. rompre avec) og fleiri slík, þar sem þau séu ekki alþjóð-
leg í eðli sínu.
7.
Meðal þeirra atriða sem framkvæmd hafa verið eins í esperanto og
indóevrópskum málum er að segja aldrei setningu — með örfáum
undantekningum — án þess að tímasetja það sem um er rætt. Þessi
krafa er ekki eðlislæg skilningi á athöfn, sbr. það alþekkta atriði bama-
máls að nota aðeins nafnhátt sagna þar til tíðbeyging hefur lærst. Þessi
tímaákvörðun er í íslensku sýnd með nútíð fyrir yfirstandandi tíma eða
ókominn, með ýmsum tilbrigðum, og með sérstakri beygingarmynd
fyrir þátíðina.
Þessi krafa um skilyrðislausa tímaákvörðun í hvert skipti sem notuð
er sögn í persónuhætti, hefur dregið þann dilk á eftir sér að stundum
verður tíðin ómerk sem tímaákvörðun, samanber meðal annars fjöl-
breytta merkingu nútíðar í íslensku: ég er hér núna, ég fer á morgun,
nú heldur Snorri til íslands, hesturinn hneggjar.
En þessi krafa er ekki alþjóðleg. Til að mynda tákna sagnir í kín-
versku aðeins athöfnina eða ferlið, en til tímaákvörðunar þarf sérstök
orð í setninguna. Hins vegar tíðbeygjast fleiri orð en sagnorð í sumum
málum, svo sem persónufornöfn í Súdanmálinu mende og lýsingarorð
í japönsku.
Á sama hátt og Evrópumenn krefjast þess innan sinna málfélaga að
með notkun sagnorða sé ætíð tekin afstaða til tímans, ekki aðeins sagt
frá merkingarlegu inntaki orðsins, hefur sú venja komist á í esperanto
að nota ætíð tíðarákvarðandi endingu með sagnorði: Johano tradukas/
is/os poemon. Þessa er þó ekki krafist í Fundamento de Esperanto.
En venjan hefur komið þessu á, Zamenhof tíðkaði það og hefði ef til
vill tekið fram skyldubundna notkun tíða ef til tals hefði komið að nota