Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 30
10
Baldur Jónsson
Orðtakið er staðbundið, og um þá mynd þess, sem upprunalegri er talin,
er ekkert að hafa fyrr en 1882. Skýringartilraun Halldórs þurfti því frek-
ari stuðnings við.
Um það leyti sem Halldór var að ganga frá íslenzku orðtakasafni til
prentunar, var ég að velta fyrir mér hugsanlegu sambandi á milli breyti-
legrar setningafræðilegrar notkunar (og merkingar) íslenzkra sagnorða
og brottfallinna sagnforskeyta með samanburði við fomgermönsk mál.
Þær hugleiðingar urðu til þess, að ég fann það, sem á vantaði til að stað-
festa tilgátu Halldórs um fjöðrum fenginn. Ég sagði honum frá því í
tæka tíð, svo að hann gat skotið inn þessari neðanmálsgrein (1968:148):
„BJ hefir bent mér á, að til sé í fe. orðasamb. feðrum bifongen í merk.
„hafandi fjaðrir“ (um fugl)“.
Alla tíð síðan hefir mér fundizt ég skulda svolitla skriflega greinar-
gerð um þetta af minni hálfu, þótt ekki sé fjarska miklu við það að
bæta, sem þegar er sagt. Ljóst er orðið, hvað ég fann, en vel má einnig
færa í frásögu, hvemig ég fann það.
Sögnin fá er notuð á marga vegu þegar í fomu máli, og ég var að
reyna að átta mig á því, hvort sá fjölbreytileiki ætti að einhverju leyti
rætur að rekja til horfinna sagnforskeyta. Samsvarandi sagnorð í vestur-
germönskum málum er með mörgum forskeytum, en úr gotnesku er
aðeins vitað um ga-. Ég varð ekki margs vísari við fyrstu athugun. Þau
dæmi, sem ég hafði safnað, mátti yfirleitt rekja til tveggja formgerða,
vora eins og tilbrigði við tvö stef, fá e-t og fá e-s, en ég gat ekki fundið
neitt, sem benti til, að þau stæðu í sambandi við brottfall sagnforskeyta,
t. d. þannig að fá e-t ætti rætur að rekja til stofnsagnarinnar (simplex),
en fá e-s til einhverrar forskeytlu. Ég gat ekki heldur fundið stoð í slíku
brottfalli til að skýra merkingarandstæður sagnorðsins í fá e-t og fá e-m
e-t. Hið síðara virðist — formlega séð — ekki vera neitt annað en víkk-
un á hinu, þótt merkingin snúist við (‘taka við’ ‘afhenda’). Enn frem-
ur er ráðgáta, hvemig stendur á tvöföldu þágufalli í orðasambandinu
fá e-m fari. Mér vitanlega em engin önnur dæmi til um formgerðina
fá e-m e-u. Ef til vill má gera ráð fyrir áhrifum frá taka e-m fari, sem
er algengara, en það er í rauninni allt eins dularfullt, því að sögnin
taka er ekki fremur en fara notuð þannig með tvöföldu þágufalli (nema
annað sé greinilega verkfæris- eða háttarþágufall), enda var og er einnig
til orðasambandið taka sér far.
Þegar hér var komið sögu og ég þóttist geta skýrt dæmi mín sem