Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 31
Fjöðrum fenginn 11
tilbrigði við fá e-t og fá e-s nema fá e-m fari og e. t. v. fá e-m e-t, hvarfl-
aði hugurinn til formgerðar, sem sker sig dálítið úr meðal íslenzkra
sagna og ég hafði hugsað allmikið um, meðan ég vann að meistaraprófs-
ritgerð minni á sínum tíma. Hún birtist til dæmis í bera e-n e-u / vera
borinn e-u, sem hefir veitandi merkingu, og nema e-n e-u / vera num-
inn e-u, sem hefir sviptandi merkingu. Mér varð m. ö. o. hugsað til þess,
hvort enginn dæmi væri að finna um fá e-n e-u og vera fenginn e-u, og
mundi þá samstundis eftir orðtakinu vera fjöðrum fenginn (þ. e. vera
fenginn fjöðrum). En það er líka aleina dæmið, sem mér hefir tekizt að
grafa upp um fenginn e-u í íslenzku máli fyrr og síðar, og persónuháttar-
dæmi (t. d. e-r jœr e-n e-u) virðast því síður vera til.
Lýsingarháttur þátíðar með þágufalli í veitandi eða sviptandi merk-
ingu á sér ekki nærri alltaf samsvörun í persónuhætti (og germyndar-
setningum). Orðtakið fjöðrum fenginn (fremur en fjöðrum feginrí) gat
þess vegna vel staðizt. Hitt mátti virðast öllu grunsamlegra, að fenginn
e-u skyldi ekki gera vart við sig í neinu öðru orðasambandi en fjöðrum
fenginn. Svo einangruð dæmi um formgerð eru þó engin nýlunda, sbr.
fá e-m fari. Auk þess er lýsingarháttur þátíðar með þágufalli oft fom-
eskjulegur, orðasamböndin eins og stirðnuð, stundum stuðluð og jafn-
vel vaxin saman í eitt orð: heillum horfinn, skyni skroppinn, (vel) viti
borinn (eða vitiborinrí). Því var ekki með öllu vonlaust, að fjöðrum
fenginn (eða fjöðrumfenginrí) væri úr þessum flokki.
Nú hafði ég reynslu af því, að forskeytið bi- var býsna oft nærtækt í
forngermönsku málunum, þegar upp komu íslenzk dæmi um lýsingar-
hátt þátíðar með þágufalli í veitandi eða sviptandi merkingu ellegar
samsvarandi formgerð í persónuháttum. Aðrir höfðu bent á þetta áður,
einna skýrast Ivar Modéer 1943 (sbr. Baldur Jónsson 1970:392). Með
hliðsjón af þessu fannst mér ómaksins vert að kanna, hvort eitthvað
hliðstætt fjöðrum fenginn væri t. d. að finna í fomensku. Ég spurði því
sjálfan mig, hvemig þetta orðasamband ætti að vera í fomenskri þýð-
ingu og taldi svarið vera feðrum bifongen. Að svo búnu fletti ég upp
á bifön / befön í orðabók Bosworths og Tollers og fann — eins og
mig granaði —, að lýsingarhátturinn hafði eitthvað verið notaður með
þágufalli, þótt ekki væri beinlínis dæmi um feðrum; fyrr mátti nú vera.
En úr því að út í þetta var komið, var bezt að leika leikinn til enda og
fletta líka upp á feðer. Þar blöstu þá við þessi orð, feðrum bifongen,
þýdd ‘clad with feathers’, tekin úr kvæðinu um fuglinn Fönix. Betra