Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 32
12
Baldur Jónsson
gat það ekki verið. Þama var komið dæmi um orðtakið í eiginlegri
merkingu, að vísu úr fomensku, en ekki íslenzku. Svo segir m. a. um
fuglinn í kvæðinu, að hann skyldi aftur verða það, sem hann áður var,
fjöðmm búinn eða fjöðram fenginn í eiginlegri merkingu. Á fmmmál-
inu er orðum hagað svo (Krapp og Dobbie 1961:104):
Forgeaf him se meahta moncynnes fruma
þæt he swa wrætlice weorþan sceolde
eft þæt ilce þæt he ær þon wæs,
feþrum bifongen, þeah hine fyr nime.
Kvæðið var varðveitt í Exeterbók frá síðari hluta 10. aldar, en er
líklegast allt að 200 áram eldra (Krapp og Dobbie 1961:xiii-xiv og
xxxv-xxxvi).
ViS nánari athugun kemur í Ijós, að bifongen er alls ekki ótítt meS
þágufalli í fomensku. Úr kveSskap má nefna: fðcne bifongen, feðrum
bifongen, jirenum bifongne (ft.), flœsce bifongen, befongen freawrasn-
um, fýre befongen/-fangen. Öll þessi dæmi em stuðluð, og sum eru á
ferðinni oftar en einu sinni, facne bifongen tvisvar (Bjólfskviðudæmið
ekki öraggt), flœsce bifongen fimm sinnum, þar af tvívegis í kvæðinu
um Fönix, og fýre bejongen/-fangen tvisvar í Bjólfskviðu. Auk þess
era dæmi um lige befangen, weorcum bifongen (Fönix-kvæði 527),
wire bifongen og e. t. v. wolcnum bifangen (hdr. bifengun). Um til-
vísanir sjá Grein 1912 og Klaeber 1950. Öll era þessi dæmi í kvæðum
í Exeterbók og Bjólfskviðu. í Bjólfskviðu er sögnin bifön aldrei notuð
nema í lýsingarhætti þátíðar.
Þetta yfirlit sýnir ótvírætt, að bifongen með þágufalli hefir verið
lifandi mál, þótt ekki hafi fundizt nema eitt dæmi varðveitt um feðrum
bifongen í Fönix-kvæSi. í því kvæSi era fleiri stuSluS orSasambönd af
þessu tagi, flcesce bifongen og þröatum biþrungen.
Ekki er vitað til, að fjöðrum fenginn eigi sér fleiri hliðstæður í germ-
önskum málum en þá, sem nú hefir verið nefnd. Vegna skýringar orð-
taksins kemur það ekki að sök, því að hún þarf ekki frekari vitna við.
En athygli hlýtur að vekja, að þetta sérkennilega orðtak, sem til
skamms tíma var naumast þekkt nema á austanverðu íslandi og komst
ekki á bók, svo að vitað sé, fyrr en langt var liðið á 19. öld, skuli ekki
eiga sér nákomnari ættingja en þennan fomenska einstæðing, svo fjarri
í tíma og rúmi.