Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 33
Fjöðrum fenginn 13
Ber að skilja þetta svo, að orðasambandið fjöðrum fenginn sé tekið úr
fomensku nálægt upphafi íslandsbyggðar, eða er hér um að ræða
tvístraðar leifar af sameiginlegum arfi, ævafornum? Eflaust má tína til
einhverjar röksemdir með og móti hvom sem er. Til dæmis hefir áður
verið bent á, að fomensk áhrif kynnu að leynast í örnefnum á Austur-
landi og þá einkum í nöfnunum Bjólfur og Grendill, þótt hár aldur hins
síðamefnda hafi að vísu þótt vafasamur (Stefán Einarsson 1956 og
1961). Nú mun ég hafa það fyrir satt, að Grendill sé nafngift jöklafara
á vomm dögum, og fer þá að dofna yfir fomensku áhrifunum eystra.
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur segist ekki vita betur en Steinþór
heitinn Sigurðsson hafi gefið Grendli nafnið og taldi það raunar full-
víst í samtali viS mig 30. okt. 1979 (sbr. Stefán Einarsson 1956:80-82).
Úr því að Austfirðingar höfðu Bjólf, muni Steinþóri hafa fundizt fara
vel á því, að þeir fengju að hafa Grendil líka. Svo vill til, að Grendill
Bjólfskviðu varð frægur í Menntaskólanum á Akureyri upp úr 1930 að
sögn Halldórs Halldórssonar (sbr. einnig Stefán Einarsson 1961:386),
en Steinþór var einmitt kennari þar 1929-1935 og starfsmaður við land-
mælingar á íslandi 1930-1938, m. a. á Vatnajökli (Brynleifur Tobias-
son. 2. 1944:266. Stefán Einarsson 1956:81). Ekki þarf því að efast
um, að hann hafi bæði þekkt Bjólf og Grendil úr Bjólfskviðu og haft
aðstöðu til að festa nafn við jökultind. Hæpið er að treysta á háan ald-
ur ömefna inni á reginfjöllum, þar sem fáir hafa farið um til skamms
tíma nema nokkrir orðhagir náttúrufræðingar og ferðalangar, sem létu
sér leiðast, að landslag héti ekki neitt. Vangaveltur um fornensk ör-
nefni á Austurlandi em ekki líklegar til að varpa ljósi á orðtakið fjöðr-
um fenginn. Ekki er heldur auðséð, hvemig það gæti að formi til verið
komið úr fomensku í íslenzku, eftir að land byggðist, nema það hafi
beinlínis verið „þýtt“. Sennilegra verður því að teljast, að íslenzka
(,,austfirzka“) orðtakið vera fjöðrum fenginn og fomenska orðasam-
bandið feðrum bifongen eigi sér sama foreldri. Venju samkvæmt ætti
þá að gera ráð fyrir því, að forskeytið bi- hafi fallið brott í fmm-
norrænu vegna áherzluleysis.
HvaS sem þessu líður, er orðasambandið ævafomt, og stuðlasetning-
in hefir án efa átt drjúgan þátt í að halda í því lífinu. Tilviljun getur
ráðið því, að það hefir dulizt svo lengi, en ekki er ólíklegt, að það hafi
alltaf verið staðbundið — og þá austanlands — og þess vegna ekki
álpazt á bók fyrr en á bernskudögum manna, sem enn em á lífi. Ein-