Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 37
Látalœti
17
hendi Steingríms Jónssonar, síðar biskups). Jón biskup hefur enn
fremur þýtt orðið simulatio með eftirfarandi orðum í latn.-ísl. orðabók
sinni: Látalæte, Hræsne, Fals, Flaræde, lata-glaumur, HræsnesSkin.
(Nucleus latinitatis, Hafniæ 1738). Grunnavíkur-Jón (1705-1779)
þýðir látaglaum svo í óprentaðri orðabók sinni: verba et gesta aliqvid,
sed non serio, extollentia. strepitus actionum vanus. (AM 433 fol.).
Samkvæmt OH notar Jón þetta orð á tveimur stöðum í þýðingu sinni,
Nikulás Klím, og það kemur tvisvar fyrir í óprentuðum ritsmíðum
(nánar hér á eftir). Loks hefur sr. Bjöm Halldórsson þýtt orðið í orða-
bók sinni: prætextus, sem er svo þýtt á dönsku: forevendig. (Lexicon
Islandico-Latino-Danicum .. ., Vol. II, Havniæ MDCCCXIV).
Eftir þessum þýðingum að dæma er það Ámi einn sem þýðir orðið
látaglaum sem uppgerðargleði. Orðabókahöfundamir Jón Ámason og
Hannes Finnsson leggja að jöfnu látaglaum og látalœti, og Bjöm Hall-
dórsson hefur talið það merkja sama og fyrirslátt. Hins vegar þýðir
hann látalœti sem simulatio. Gmnnavíkur-Jón virðist og eiga við að
látaglaumur merki m. a. látalæti, auk þess glamur og loks gagnslaus
verkalæti („hávaði af verkum“).
Af eftirfarandi dæmum virðist mega ráða að látaglaumur hafi merkt
ýmist uppgerð, uppgerðargleði eða — og oftast — látalæti. Yngsta
dæmið (Gunnlaugs Oddssonar) er þó eitt sér um merkingu að því er
framast verður séð af sambandi.
Áður um getið dæmi úr postilluþýðingu Guðbrands biskups er á
þessa leið: So ad Naungans Kross og Motgangur gange ydur/ aan nóck-
urs lætaglaums/ til Hiarta. (Ein ny Hwss Postilla .. . Holum Anno
MDXCVII, bls. I v r). Orðalagið án nokkurs látaglaums virðist hér
þýða sama sem án nokkurrar uppgerðar, þ. e. af einlægni. Næsta dæmi
er úr penna Arngríms lærða: þar dro so giprt af allt Gaman og laata-
glaum. (M. Hammer, Si0 Krossgpngur Herrans Jesu Christi, pr. Hólum
1618, bls. 1 vi r). Þriðja er þýðing Árna Þorvarðssonar: Nu hefur þad
(þ. e. hjartað) Sveimad hia Leik og hia Lyst / og Laataglaum Isfredinn
hijrlega Kyst. (Andlega Saungs-kors Annar Partur, Skálholti 1693, bls.
71). Auðsætt verður af' samanburði við frumtextann að látaglaumur
merkir hér sama og uppgerðargleði: Nu har det (þ. e. hjartað) omflagret
hos Leeg og hos Lyst / og ise-kold Glæde med Fyrighed kyst. (Thomas
Kingo, Aandelige Siunge=Koors Anden Part. Anno 1681, bls. 94).
Isekold Glæde er í ætt við uppgerðargleði, og þýðingin er því mjög
íslenskt mál 3