Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 38
18 Bjarni Einarsson
nærri lagi, en auk þess er höfuðstafurinn 1 nauðsynlegur hér. — Fjórða
dæmi er í þýðingu Þorleifs Ámasonar: Af 0llu þessu og sierhveriu er
eckert skrifad af Laataglaum, edur til gamans. (Johann Amdt, Vems
Christianismus, Edur sannur Christenndomur. Kaupmannahöfn 1731-
2, bls. I A 6 v). — 5.-8. dæmi em úr ritum Gmnnavíkur-Jóns: (em-
bættismenn hlaupa stundum upp til handa og fóta) af eintómum láta-
glaumi, alleinasta proforma til að sýna stjómsemi sína ... (tilv. í Land-
fræðisögu íslands eftir Þorvald Thoroddsen, II 245, úr Lbs. 231 8vo).
— í nefndu handriti er einnig uppskrift af ritgerð Jóns um hnignun
íslenskunnar. Þar kemst hann m. a. svo að orði: En hreinar orðleysur
sýnast að vera bríari m. (: sá er setur á sig nokkum mikilmennsku láta-
glaum, með gorti og hreystilegum limaburði . . . Og loks em tvö dæmi
í þýðingu hans, Sögunni eður æventýrinu af Nicolause Klím: og enginn
maðr geckst fyrer fögmm fyrerheitum, snilleligum ræðum, eður öðmm
látaglaum og spilverki. (Kaupmannahöfn 1948, bls. 109-110). —
einnin merkti hann vel mína látaglaums dándemennsku (sama rit, bls.
219). — Þá er komið að 9. og seinasta dæmi: Kostgiæfiliga heimsækia
Persar legstadi þeirra fedga Ali og Husseins og halda árliga hátíd mikla
hinum sídar nefnda til heidurs í Aprílis mánudi, er þá látaglaumr mikill
og hátídabragr um alt land. (Gunnlaugur Oddsson, Almenn landaskip-
unarfrædi. Sídara parts önnur deild: Austrálfan. Kaupmannahöfn 1827,
bls. 68).
Varla er ástæða til að ætla að Gunnlaugur hafi gjört ráð fyrir að
fagnaðarlæti Persa væra tóm látalæti. Nær sanni virðist að látaglaumur
merki hér gleðilæti.
Samkvæmt aldri heimilda er orðið látavinur næst í röð orða úr þess-
um flokki. Það er í þýðingu séra Sveins Símonarsonar, Specvlvm ami-
citiæ Þad er Winaspeigell .. ., eftir Siegmund Svevus, Hólum 1618, bls.
A VI v: Og vm Laatavinina sem lauser og ostadfaster em mæler fyrr-
nefndur Ysidorus. Orðið kemur annars ekki fyrir nema í einu orðasafni
Árna Magnússonar sem fyrr er getið, og kveðst hann hafa lesið það í
bókum. Rúmum hundrað árum síðar þá er Konráð Gíslason er að
semja dansk-íslenska orðabók þýðir hann en falsk ven með orðunum
jalsvinur, illur vinur.
Næst verður fyrir orðið látalaust og er það tvisvar í ritgerð Guð-
mundar Andréssonar, Nosce te ipsum, sem er að líkindum samin árið
1647: Fyrir því svaraði einn so, aðspurður hvað manni væri torveldast: