Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 39
Látalœti
19
Það, sagði hann, að þekkja sjálfan sig látalaust. — Síðar í sömu ritgerð
segir svo: Því uppá mig sjálfan hef eg látalaust fomumið og staðreynt
það, að eg er af mér tilteknum hinn veikasti og vanmáttugasti og fyrir
guði syndum sekasti, ef hann vildi í dóm við mig ganga ... (Deilurit,
Jakob Benediktsson bjó til prentunar, íslenzk rit síðari alda 2. bindi,
Kaupmh. 1948, bls. 313'15, 51'4). Ekki verður þessa orðs vart aftur sam-
kvæmt heimildum fyrr en í kvæði Jóns Þorlákssonar, Kóngulónni: þér
svarast, kæri! látalaust,/ lángtfrá! eg neita þvert!/ því gagn ei meira af
þér hlauzt/ en þeim sem vann ekkert. (íslenzk Ijóðabók Jóns Þorláks-
sonar prests að Bægisá, fyrri deild, Kaupmannahöfn 1842, bls. 326.)
Síðara dæmið sýnir að orðið látalaust hefur lifað enn á dögum séra
Jóns, þó að ekki verði vart við það í heimildum frá bilinu á milli hans
og Guðmundar. En eftir daga Jóns hverfur það aftur úr ritum. Af
notkun orðsins á þessum þremur stöðum virðist mega ráða að það hafi
merkt sama og fals- eða svikalaust.
Þá er komið að því orði sem eitt er enn algengt af þessum flokki, en
það er látalœti. Það kemur reyndar fyrst fyrir sem bæjamafn. Snemma
á átjándu öld er þess getið í Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vída-
líns að afbýli frá Hellum í Landmannahreppi heiti Látalæti og hafi fyrst
verið byggt „fyrir innan 60 ár“ (I 299). Þessi bær heitir nú í Múla.
Árið 1716 er orðið prentað í þýðingu Steins biskups Jónssonar, An-
thropologia sacra Edur Andlegar Umþeinkingar. Þess er fyrr getið að
Jón biskup Ámason hefur lagt að jöfnu orðin látaglaum og látalœti í
orðabókum sínum. Óþarft er að rekja þetta mál frekar, en notkun þessa
orðs fer vaxandi þegar eftir 1800 og þá fyrst í kvæðum Jóns Þorláks-
sonar, og engin tvímæli um merkingu: uppgerðarlæti.
í orðabók Grunnavíkur-Jóns em alls níu orð af þessu tagi, en af
þeim koma aðeins tvö fyrir í öðmm heimildum: látaglaumur og láta-
lœti. Hin em: látafagur, látafullur, látaglaumsfullur, látahœgur, láta-
mikill, látaprúður, látaprýði.
Þessi sjö aukaorð Grunnavíkur-Jóns kunna sum að vera hans eigin
smíð, en ekki verður neitt 'fullyrt um einstök þeirra að því leyti. Glöggt
er að sex þeirra (öll nema látaglaumsfullur) hafa forskeytið láta- í nýrri
merkingu. Það merkir hér ekki fals eða uppgerð, heldur læti = lát-
bragð, látæði, — jafnvel ólæti.
í orðasafni sr. Guðmundar Jónssonar (1763-1836), skrifuðu um
1800, er að finna orðið látabrellur, en ekki annað af því tagi.