Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 41
Látalceti 21
(Kvædi Landsyfirréttar Assessors Benedikts Gr0ndals. Videyjar
Klaustri, 1833, bls. 156.)
Hér er lýst skapgerð mannsins: hann er smjaðrari, öfundsamur, mál-
ugur og mjúkmáll. Þá er komið að síðustu línunum tveimur, og auð-
kenna þær frekar tal Grasa-Gvendar. Lifrin hefur frá fornu fari verið
haldin aðsetur ýmissa tilfinninga, einkum hugrekkis. Algengt danskt
orðtak er at tale frit fra leveren (tala eins og manni býr í brjósti). Þetta
mun hafa vakað fyrir Gröndal, þar sem hann talar um lifur einardar.
En í Gvendi er lifur einardar sullaveik, og gýs úr sullunum „gegnum
þau mjúku láta=lúngu“, þá er Gvendur „sveiflar í bugdum sætri
túngu“. Má því geta nærri að maðurinn talar ekki eins og honum býr
í brjósti, heldur er hann óhreinskilinn, eins og vænta mátti af smjaðr-
ara. Orðið látalungu er auðvitað tilbúningur Gröndals og mun eiga að
herða á lýsingunni á óhreinskilni Gvendar, og verður ekki skilið á
annan veg en sem falslungu. Líffærafræðin er á ábyrgð skáldsins.
Látasnilld kemur fyrst fyrir í erfikvæði sem Benedikt Gröndal eldri
orti eftir Sigríði Magnúsdóttur:
Hún var prúd ad hverju einu
haldin, medan leifdist aldur;
fagursamda líkams limu
láta snildar prýddi máti.
(Kvædi . . ., Videyjar Klaustri, 1833, bls. 97.)
Bjarni Thórarensen hefur síðan notað þetta orð í kvæði sínu eftir
Rannveigu Filippusdóttur:
Ei þó upp hún fæddist
í öðlinga höllum,
láta-snilld lipur var henni
sem lofðunga frúvum.
(Kvæði Bjama Thórarensens, Kaupmannahöfn, 1847, bls. 116.)
Loks kemur orðið látasnilld fyrir í óbundnu máli í þýðingu Stein-
gríms Thorsteinssonar á æfintýrinu Sakúntala (Reykjavík 1879, bls.
13): Opt hef eg undrazt hina aðdáanlegu látasnild hirðmeyjanna, þegar