Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 42
22
Bjarni Einarsson
þær hafa skotrað höfðinu undan einhverju flöktandi fiðrildi, einungis
til að sýna sinn töfrandi fríðleik . . .
Forskeytið láta- er hér í sömu merkingu og í sex áður nefndum orð-
um í upptalningu Grunnavíkur-Jóns (bls. 19 hér að framan). Gröndal
hefur e. t. v. ekki litið á þetta sem forskeyti, þar eð hann hefur skrifað
láta sem sjálfstætt orð, ef treysta má að útgefandinn, Sveinbjöm Egils-
son, hafi látið slíkt óbreytt.
Næst er orðið látasemi, og er það í málshætti í safni Hallgríms
Schevings: ekki er látasemi lánggæð. Boðsrit . .. Bessastaðaskóla, .. .
Islendskir málshættir . .., Videyjar Klaustri, 1843, bls. 16). Málshátt-
urinn er merktur D, og þýðir það samkvæmt formála Schevings, að
hann sé meðal þeirra sem fengnir era „úr mprgum gpmlum dæmi-
s0gu=kvæðum med vidlpgum, og er optast einhvprr málsháttur í vid-
l0gonum.“ Hann segir hafa vantað framan af bókinni og fremstu varð-
veittu blöð auk þess rotin og illa læsileg, og viti hann ekki um höfund
kvæðanna, en bókina hafi hann fengið hjá séra Páli Erlendssyni (form.
bls. 4-5). Jón Samsonarson hefur sagt mér að dæmisögukvæði hafi
einkum verið kveðin á sautjándu öld. Látasemi virðist merkja sama sem
uppgerð eða sýndarmennska.
Orðið látaleikur rekur hér lestina. Gísli Brynjólfsson notar það í dag-
bók sinni frá 1848: Því næst kom Den gyldne Dröm, látaleikur, ...
(Dagbók í Höfn, Reykjavík 1952, bls. 209.)
Gísli á sennilega við þá grein leiklistar sem nefnd er pantomime á
dönsku o. fl. málum. í orðabók sinni hefur Gunnlaugur Oddsson þýtt
pantomime sem látæðisspil, eftirherming. (Orðabók . .., G. O. Oddsen,
Kaupmannahöfn 1819.) Nú mun þetta yfirleitt vera kallað látbragðs-
leikur. (ísl.-dönsk orðabók, viðbætir, Reykjavík 1963, og er þar vísað
til Halldórs Laxness, ísl. 150.)
Orðið látaleikur kemur reyndar aftur fyrir síðar á öldinni í Dátarímu
Brynjólfs Oddssonar:
Við æfinga látaleik
lyddur vora blakkar,
eins og hrafna öldin smeik,
er yfir bráðum hlakkar.
(Nokkur ljóðmæli, Reykjavík 1869, bls. 8.)