Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 43
Látalœti
23
Efnið er að flokkur danskra hermanna sýndi heræfingar á Austur-
velli. Ekki er gott að vita hvað Brynjólfur hefur átt við með orðinu
látaleik um þennan hlut. Heræfingar eru að vísu svipaðar pantomime
að því leyti að þeir sem þær iðka eru þögulir, en einnig mætti vera að
skáldið ætti við ólæti eða hamagang úr því að hann jafnar þessum láta-
leik við læti hrafna sem hlakka yfir bráð.
Þau sautján orð sem hér hafa verið gerð að umræðuefni sökum sam-
hljóða forskeytis, skiptast í tvo flokka eftir merkingu forskeytis: Annars
vegar merkir láta- sama og fals eða uppgerð, en hins vegar sama sem
læti eða látæði. í fyrra flokki eru: látadýrð, látaglaumur og látaglaums-
fullur, látalaust, látalæti, látavinur, látalungu, látasemi. Vafi getur
leikið á um orðið látabrellur. En í síðara flokk koma: látafagur, láta-
fullur, látahœgur, látaleikur, látamikill, látaprúður og látaprýði, láta-
snilld.
látaglaumur myndi og lenda í síðara flokki samkvæmt skilningi
Gunnlaugs Oddssonar, ef hann er rétt túlkaður hér.
Blómaskeið orða með forskeytinu láta- hefur samkvæmt heimildum
verið frá sextándu öld og fram á nítjándu. Þó er þess að gæta að orð
síðara flokks koma ekki til sögunnar fyrr en í orðabók Grunnavíkur-
Jóns, en sambærileg orð sem byrja á lát- hafa verið algeng að fomu og
nýju: látbragð, látgóður, látgœði, látprúður og látprýði, látæði.
Merkingarmunur þessara tveggja forskeyta bendir til að þau séu
óskyld. Engum blöðum er um að fletta að í síðara tilfellinu er láta-
eignarfallsmynd flt., — upprunalega af no. lát h, en þágufall og eignar-
fall fleirtölu af því orði hefur á seinni tímum komið í stað samsvarandi
mynda af no. læti h flt. (Ábending Stefáns Karlssonar.) Forskeyti fyrra
— og að því er virðist eldra — flokksins kynni að vera runnið af er-
lendri rót. Elsta dæmi flokksins er frá siðskiptaöld og frá þeim tíma
eru flest dæmi um áhrif latínu á orðaforða í íslensku. Sumt af því tagi
hefur orðið til í gamni meðal skólapilta. (Sbr. Jakob Benediktsson,
Fáein tökuorð úr máli íslenskra skólapilta, Opuscula septentrionalia,
Festskrift til Ole Widding, 1977, bls. 1-10). Þýðing Árna Magnússon-
ar á orðinu látaglaumur, simulata lætitia (frb. simúláta), leiddi hugann
að þessum kosti. Þó má vera að sagnorðið að látast í merkingunni að
láta sem eða þykjast hefði og getað átt þátt í að þetta forskeyti varð
til. Samkvæmt orðabók Fritzners er elsta dæmi um þá merkingu sagn-