Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 44
24
Bjarni Einarsson
orðsins í Bevers sögu handriti frá síðara hluta fimmtándu aldar: ... þa
liezt hann sofa ok hraut fast . .. (Fomsögur Suðrlanda, útg. Gustaf
Cederschiöld, Lund 1884, bls. 221.) Elsta dæmi í OH er úr æfisögu
Jóns Indíafara (skr. 1661): Hann ljest vera mikill dánumaður, og spurði
mig hvort eg sig efaði sem einn æraleysing. (Æfisaga Jóns Ólafssonar
Indíafara, útg. Sigfús Blöndal, Kaupmannahöfn 1908-1909, bls. 59.)
Næsta dæmi er úr orðabók Grunnavíkur-Jóns: Eg lætst, ljetst, at laatast,
simulare. at laatast leita um Sættir (Knytl.) .. . eg lætst gióra þat, simulo
me facere ... — Dæmi það sem Jón hefur hér eftir Knytlinga sögu,
hefur reynst vera sótt í sautjándu aldar uppskrift. (Sbr. Knytlinga sögu,
bls. 291, lesbrigði við 10. línu. Spgur Danakonunga. Kpbenhavn 1919-
1925.) Eftir þetta er ekki neitt dæmi fyrr en í sendibréfi Álfheiðar Jóns-
dóttur á Möðrufelli, dagsettu á nýjársdag 1820: Einu sinni í sumar lézt
hann Páll Ms. vera orðinn nærri vitlaus út af því, að sig langaði svo
mikið til að fá hana Guðrúnu systur, svo hann lézt vera kominn þá og
þá á flugstig að drepa sig af því. (Konur skrifa bréf. Finnur Sigmunds-
son bjó til prentunar. Reykjavík 1961, bls. 61.) Nú orðið er þessi merk-
ing sagnorðsmyndarinnar látast mjög almenn sem kunnugt er.
SUMMARY
According to the collections of Orðabók Háskóla íslands, 17 words beginning with
the prefix láta- are found in Icelandic books and manuscripts from the late 16th
century to the middle of the 19th. With one exception, i.e. láta-lœti, all have be-
come obsolete. The words may be put into two groups of almost equal number
according to the meaning of the prefix. In one group the meaning of láta- seems
to be ‘false’ or ‘simulant’. In the other, the prefix is a genitive of the noun lát n.
pl., used as a genitive of the noun lœti n. pl., meaning manners, sound, or even
noise. The contention is that these two prefixes — although similar — may be of
different origin. Láta- with the meaning false, e.g. látavinur (a false friend), seems
to be considerably older and an influence from Latin may be surmised: simulatus
amicus. However, in this case the verb látast (feign) is also to be considered.