Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 45
EYVINDUR EIRÍKSSON
— Item uno trusso II C whyte lynnen cloth —
0. Enska er tískumál nú um sinn í heimshluta okkar. Reyndar er hún
meira en það, hún kemst lang-næst því að vera heimsmál nú og virðist
eiga nokkra framtíð fyrir sér sem slíkt mál, þótt auðvelt sé að færa rök
til þess, að þjóðmál fái ekki náð því marki til neinnar hlítar eða svo að
við verði unað til lengdar.
Ekki skal þessi hlið málsins rædd frekar hér en litið lítið eitt til áhrifa
ensku á íslenska tungu. Á okkar dögum eru þau mikil og vaxandi svo
að augljóst er hverjum sem vill sjá og heyra. Ekki skal það heldur rætt
frekar hér en litið lengra til, til liðins tíma. Það er enda meir á því sviði
sem afmælisbamið hefur einna mest starfað. Þar með leggur höfundur
þessa „pappírs“ að vísu höfuð sitt í vald hins vísa dómara og á allt
undir mildi hans. Skal nú mildinni treyst.
1. Ensk áhrif á íslenskt mál em ekki ný af nálinni. Þeim mætti e. t. v.
skipta í tímabil svo:
A. Landnáms- og söguöld með ýmislegum samskiptum við engilsax-
neskar þjóðir.
B. Skeið boðs, útbreiðslu og upptöku kristinnar trúar, biskupahalds og
uppbyggingar klausturdóms á landi hér, en á því sviði er um augljós,
sterk fomensk áhrif að ræða, jafnvel að hluta miðensk áhrif.
C. Tíma riddaralegra áhrifa, sem einkum koma með riddarabókmennt-
um, þýddum og hermdum, sem ættaðar em úr rómönskum heimi, en
koma þó ekki nema að nokkra leyti beint. Að hluta virðast þessi áhrif
berast yfir enskt (miðenskt) málsvæði til íslands, þótt ekki sé um að
ræða beinar þýðingar úr ensku á riddarasögum.
D. Tímabil mikilla viðskipta við enska menn, kaupmenn og fiskimenn,
fyrst og fremst á 15. öld, sem sagnfræðingar nefna oft „ensku öldina“.
E. Skeiðið frá síðustu aldamótum fram til 1940, en um aldamótin fer
skriður að komast á uppbyggingu borgaralegs þjóðfélags á íslandi, með
vaxandi samskiptum við England og síðar Bandaríkin, innflutningi