Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 46
26 Eyvindur Eiríksson
tækninýjunga og vinnuaðferða beint frá þessum löndum, t. d. innflutn-
ingi togara og uppbyggingu útgerðar þeirra, innflutningi bifreiða og
ýmissa véla og aukinni verslun við nefnd lönd.
F. Stríðsárin, 1940 og áfram, með fjölmennu ensku herliði og síðar
bandarísku og stórfelldum áhrifum þess á þjóðlíf allt. Samfara þessu svo
stóraukin viðskipti á flestum sviðum þjóðlífsins. Ekki má heldur gleyma
kvikmyndum, útvarpi og sjónvarpi, bæði bandarísku og íslensku.
2.1. Norðan við Skutilsfjörð í ísafjarðardjúpi, í skjóli undir hamranesi,
er lítill klettavogur, er heitir Engelskivogur eða Angelskivogur, sumir
sögðu Ingjaldskógvogur. Nú eru þeir örfáir orðnir, sem kunna að nefna
þennan stað og enginn veit hvemig á nafninu stendur. í þessu gamla
nafni gæti verið varðveitt örlítil minning um þá tíma fyrir fimm öldum,
þegar enskir duggarar og kaupmenn frá Lynn, Bristol eða öðrum borg-
um hátignarinnar af Englandi sigldu tugum skipa hingað til lands að
versla og veiða fisk á sumram og höfðu oft vetursetu. Ætla má, að
margur vogurinn hafi þá breyst í verslunarstað um stund.
2.2. Fyrir kom, að enskir menn settust hér að, vafalaust fleiri en menn
viti. Eiríki á Brúnum segist svo frá:
— En ég vil geta þess hér að gamni mínu, að ég á föðurætt mína
að rekja til Englands. Á. (ívo) 14. eða 15. öld kom enskur maður
að Lambafelli undir Eyjafjöllum, en (jvo) Kangó hét og settist þar
að búi, og hafði kunnað margt fremur öðrum . .. Svo ég er sá sjö-
undi frá þessum Kangó enska — (Eiríkur á Brúnum: 79).
2.3. Á 17. öld voru sett saman á Vestfjörðum þrjú basknesk-íslensk
orðasöfn, sem vitað er um, eins konar samtalsorðabækur. Af þeim eru
tvö varðveitt og leifar hins þriðja.
í öðru þeirra, Glossarium alterum (II) (sjá Deen 1937), koma fyrir
ensk orð í baskneska hlutanum, eins og til tengingar einstakra bask-
neskra orða.
2.4. Skáldið Eggert ólafsson segir skömmu eftir miðja 18. öld, í kvæði
sínu „Sótt og dauði íslenzkunnar“, að á Vestfjörðum sé
— ... brúkað, annars auk,
engelskt sævar-tungu mauk ... —
(hér tilvitnað eftir kvæði Eggerts í íslenzkum úrvalsritum, bls. 61).