Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 47
27
— Item uno trusso II C whyte lynnen cloth —
2.5. Ekki verður því neitað, að það sem hér hefur verið nefnt bendir
til þess, að einhverju hlutverki hafi enska gegnt sem „lingua franca“ hér
á landi. Hafi verið um slíkt samskiptamál að ræða, þ. e. eins konar
„pidgin“ ensku í notkun á íslandi, hlýtur það að hafa orðið til á 15. öld.
3.1. 15. öldin er stundum kölluð „enska öldin“ í sögu íslendinga. 1412
má telja upphafsár siglingar Englendinga til íslands (sbr. BÞ 1970: 25).
Alla 15. öldina sigla þeir hingað fjölda skipa, bæði fiskiduggum og
verslunarskipum, og um hríð virðast þeir ráða lögum og lofum hér við
land. Siglingar þeirra halda áfram nokkuð fram á 16. öld. Eftir að þess-
um siglingum sleppir virðast áhrif enskumælandi manna lítil sem engin
hér þar til seint á 19. öld.
Til gamans skal hér tekinn kafli úr „handbók kaupmannsins“, um
1500, þar sem getur helstu vörutegunda sem fluttar eru frá íslandi og
til þess:
— ... The cheffe merchaundyse in Iseland ys stokefysih and
Wodemole and oyle; and good merchaundyse from hens thedyr the
course Ynglysche clothe coloured, mele, malte, bere, wyne, Salet-
tes, gauntlettes, longeswerdes, lynon cloth and botounes of sylver,
awmbyr bedes, knyves and poyntes, glasses and Combys etc. —
(ÍFb 16: 456-457).
3.2. Fyrirfram mætti gera ráð fyrir all-miklum mállegum áhrifum við
þau miklu samskipti, sem lýst var hér að framan, ekki síst í formi töku-
orða. Ekki þarf að efa, að komumönnum hafi fljótt lærst að gera sig
skiljanlega við landsmenn, sem á hinn bóginn hafi verið fljótir að læra
a. m. k. nöfn á algengustu verslunarvörum.
íslenskar heimildir eru heldur fáskrúðugar yfirleitt á þessiun tíma,
helst eru það fombréfin, en af þeim sjást þó all-mikil samskipti margra
íslendinga við enska menn, ekki síst við Breiðafjörð. Beinar upplýsingar
um verslunarvöra koma fram á nokkram stöðum þótt ekki geti þær
talist miklar.
Af tiltækum heimildum era þó ekki sýnileg veraleg og varanleg ensk
áhrif á íslenskan orðaforða á þessum tíma. Áhrifin gætu þrátt fyrir það
hæglega hafa verið all-mikil. Ástæður til þess að þau sýnast lítil geta
verið tvær.
í fyrsta lagi era ritheimildir fáar og fáskrúðugar frá þeim tíma sem
um er að ræða, þ. e. 15. öldinni, sem áður segir. Þegar síðan ritaðar