Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 49
29
— Item uno trusso II C whyte lynnen cloth —
trússa kv., ber saman við dönsku tros, sænsku tross, og segir úr þýsku
(miðlágþýska) trosse, tros, hollenska tros, miðháþýska trosse, úr frönsku
trousse (sbr. ensku truss), úr fomfrönsku tourse, miðlatínu trossa, o. fl.
Merking er alls staðar lík, ‘pakki, baggi, farangur’. HH (1954: 377)
segir orðið komið í norræn mál úr þýsku.
4.2. í Oxf. sést, að truss(e) no. og trusse(n) so. hafa verið algeng í ensku
á miðöldum, myndin truss a. m. k. á 15. öld, talin úr frönsku trousse,
fomfrönsku líka torse, trusse, tourse (12.-15. öld), og so. trousser.
Elst er no. í merkingunni ‘safn hluta bundinna saman eða innpakk-
aðra’, ‘a bundle’, 13. öld trusses (flt.), 1390 trusse, 1400 trusse, 1472
turs o. fl. í merkingunni ‘heybaggi’ 1483 turss, 1561 turs (stafavíxl em
algeng í miðensku) o. fl., ‘kaðall til að binda rá við mastur’ (= trossa?),
1296 Trusses o. fl., og fleiri merkingar yngri en 1500.
Um sögnina trussen, trusse, ‘að binda upp á hest, að hlaða skip’
o. s. frv., er elsta dæmið 1225, og virðist sögnin algeng eftir 1300.
í miðlágþýsku virðist ekki um að ræða orðmyndir með -u-, aðeins
trosse, tros og trossel í líkri merkingu, svo og trosse, trotze ‘kaðall,
,,trossa“’ (sbr. Liibben).
4.3. Vissulega er trúss skylt orðinu trossa, sem ólíklegt er að sé úr
ensku. Hins vegar mælir ekkert á móti því að trúss og að trússa geti
verið tökuorð úr ensku, þótt trossa sé það ekki. Þetta orð hefir öll ein-
kenni verslunarorðs og sögulega séð er líklegast að það komi úr mið-
ensku með enskum verslunarmönnum á 15. (eða 16.) öld. Að vísu gæti
það hafa komið beint úr frönsku, en samskipti við Frakka vom miklu
minni, þótt einhver væm.
Ein er sú heimild, sem eykur líkurnar á miðensku sem veitimáli, en
það em farmskrár enskra íslandsfara á 15. og 16. öld. í einni slíkri frá
árinu 1513 stendur m. a., en þær em almennt á blendingsmáli, latínu og
ensku:
— ... uno tmsso cum xxi remanentis clothys .. . Item uno tmsso
ii c whyte lynnen’ cloth . . . Item in eodem trusso in haberdash
ware ... — (ÍFb 16: 91-92).
í öðm skipi frá sama ári em:
— . .. ii tmssis quantitate xv duss. northen’ .'. . clothys ... —
(Ibid.: 92), líka -trussys-.