Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 50
30 Eyvindur Eiríksson
Og í skipi árið 1524 eru:
— ii trussis cum xx streytis ... — (Ibid.: 134).
Orðið virðist helst þýða ‘klæðispakki’ í munni þeirra ensku manna, er
skip sendu til íslands.
4.4. Ljóst virðist, að orðið gat hæglega borist til íslands á árunum
kringum 1500 með enskum mönnum og verður það hér haft fyrir satt.
Sögnin kemur miklu síðar fyrir í íslensku en nafnorðið og bendir það
til þess að hún sé mynduð af nafnorðinu írúss, en ekki tekin úr ensku.
Hins vegar er hún svo algeng í miðensku að líklegast er, að hún berist
hingað um líkt leyti og no., einkum ef þess er gætt, að merking íslenska
sagnorðsins vísar beint til merkingar sagnorðsins í miðensku. Hún
virðist alltaf hafa verið minna notuð, og hafi svo verið frá upphafi, gæti
hún hafa komist á bækur seinna en no.
5.1. Trúss er eitt fárra varðveittra orða sem líkur benda til að komi inn
úr ensku á þessu tímabili með þeim félagslegu samskiptum sem áður er
lýst. Því er freistandi að gera það að fulltrúa orða þeirrar tegundar. Eitt
dæmi er að vísu ótraust sönnun hvers sem vera skal, en þó má nota það
sem dæmi eigin aðlögunar og jafnframt eðlilegrar aðlögunar að töku-
málinu. Skal það rætt hér í stuttu máli.
5.2. Um merkingarlega aðlögun er ekki margt að segja umfratn það
sem fram kemur í umræðunni um orðið sjálft. Ljóst er þó, að orðið
hefur breytt merkingu nokkuð, úr ‘klæðispakki’ í ensku í almennari
‘bagga upp á hest’ í íslensku. Merkingin hefur víkkað. Nú verður ekki
séð hvernig þessi merkingarvíkkun hefur farið fram, hvort hún verður
strax við töku orðsins eða hvort hún er annars stigs breyting, sem svo
mætti nefna, þ. e. verður eftir að orðið hefur í raun verið innlimað í
íslensku.
5.3. Ekki er heldur ástæða til að hafa ýkja mörg orð um beygingarlega
aðlögun orðsins. Hún virðist eðlileg, ef svo má segja. í ensku er orðið
einkvætt og endar á löngu samhljóði. Hvorugkyn er því eðlilegt „mót-
tökukyn“ orðsins og sterka beygingin þá og eðlileg, enda er veik
beyging hvorugkynsorða fáliðuð og sérstök. Merkingarlega séð er
heldur ekkert því til fyrirstöðu að orðið sé notað í hvorugkyni.