Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 51
31
— ltem uno trusso II C whyte lynnen cloth —
5.4.1. Hljóðafarsleg aðlögun er og eðlileg um flest, eftir því sem næst
verður komist nú. Um hana mætti auðvitað skrifa all-langt mál, en hér
þjónar það engum tilgangi. Aðeins skal bent á, að enska í-ið verður t
í íslensku, enda hefur munur þeirra vafalaust verið lítill. Þá verður -r-
að r-i og langt -5 að löngu í-i og ekki ástæða til margra orða þar um.
Aðlögun sérhljóðsins -ú- gefur hins vegar tilefni til nokkurrar íhug-
unar og skal umræðunni hér lokið á fáeinum orðum þar að lútandi.
5.4.2. „Hljóðdvalarbreytingin“, það að lengd hverfur sem aðgreinandi
kerfisþáttur í íslensku, virðist verða seint á 15. öld og á þeirri 16. og
þó varla lokið fyrr en á 17. öld (sbr. t. d. HH 1950: 14 og HB 1964: 59;
sjá og BKÞ 1929: 79-81, einkum). Hún er ekki talin verða fyrr en við
lok tvíhljóðana og annarra hljóðgildisbreytinga er urðu í kerfi löngu (og
stuttu) sérhljóðanna. Venja er að miða við 16. öldina og skiptir sjálf
breytingin þá litlu fyrir okkur hér.
Á hinn bóginn er hljóðgildismunur sá á löngum sérhljóðum og stutt-
um, sem minnst var á, vafalaust kominn fram fyrr. Þar kemur til sá
hljóðgildismunur er varð í nálægu hljóðunum í og i og ú og u við það
að i og u færðust til miðað við löngu hljóðin. Einkum virðist geta skipt
máli, að u frammælist og verður það /u/ sem við þekkjum nú, en það
hlýtur að hafa orðið fyrir 16. öld (sbr. HB 1959: 300). Þessi munur er
þó umframur fyrst í stað og verður ekki aðgreinandi fyrr en við hljóð-
dvalarbreytinguna.
5.4.3. Trúss og trússa virðast hafa nokkra sérstöðu að því er tekur til
/u:/, ‘ú’, í áherslustöðu. Hér verður stutt /u/ í ensku að löngu /u:/ í
íslensku. Reglan virðist annars sú, að /u/ verður /u/, sbr. burgeis,
dubba og fleiri orð sem ætla má að séu frá svipuðum tíma, en /u:/
verður /u:/, sbr. flúr, t. d.
Þessi upptaka verður ekki skýrð með öðru en því, að þegar trúss er
tekið upp, skipti hljóðgildismunur /u:/ og /u/, þ. e. ú og u, meira máli
í íslensku en lengdarmunurinn. Að vísu þarf hljóðdvalarbreytingin sem
slík ekki að vera orðin í íslensku, enda er hljóðgildismunur löngu og
stuttu hljóðanna vafalaust kominn fram all-löngu áður. Sú hugsun
hlýtur þó að vera áleitin, að orðið sé tekið upp þegar hljóðgildið er
farið að skipta meira máli en lengdin, eins og áður sagði. Styður það þá
einnig, að orðið komi seint inn í íslensku, e. t. v. ekki fyrr en á 16. öld.