Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 56
36
Guðrún Kvaran
mætti einnig telja Alnebœk (-» Kattegat) á Jótlandi. Elzta heimild um
nafnið er frá 15. öld (1464 Alnebæk) og áin hefur að líkindum nefnzt
*Aln eða *Alna.
Rétt er að geta þess, að John Kousgárd-S0rensen tengir ömefnið
Alnebœk fda. orðinu alæn „olnbogi, framhandleggur“, físl. Qln, og
telur, að nafnið vísi til bugðu á ánni.10
b) Iev. *er-/*or- „koma á hreyfingu“.
Uppmnaleg merking iev. rótarinnar *er-/*or- er „að koma á hreyf-
ingu“. Sem dæmi um orð dregin af þessari rót mætti nefna find. ámah
„ólgandi, streymandi, flæðandi“, find. ámas- „flóð“, gr. oovípi „hreyfi“
og lat. orior „rísa, stíga“.n
Mörg árheiti innan fomevrópska vatnanafnakerfisins má einnig leiða
af þessari rót með eða án viðskeytis, og á fyrrgreindu svæði em nokkur
nöfn, sem telja má til þessa flokks.
-/- viðskeyti: Arlau (~> Norðursjó), bæjarnafn Arlewatt.
Hvað Arlau viðvíkur má gera ráð fyrir uppranalegu *Arl eða *Arla
með síðari tíma viðbótinni -au. í bæjamafninu Arlewatt (1455(1601)12
Arlewatt, 1492 af Arlæwadh) felst uppranalega árheitið, en síðari liður
samsetningarinnar er danska orðið vad, fda. wath, físl. vað (<C germ.
*waða-). Þama var endur fyrir löngu vað á ánni.
Hliðstæð fomevrópsk árheiti era t. d. Stóra- og Litla-Arl (930 Arla,
t.h. í Salzach) í Austurríki.13
-m- viðskeyti: Armensee (~* Miihlenau), bæjarnafn Armstedt.
Wolfgang Laur hefur bent á, að vatnið Armensee í Segeberg héraði í
Slésvík sé að öllum líkindum dregið af iev. rótinni *er-/*or- með við-
skeytinu -m-. Þessi tilgáta Laur er mjög sennileg, og uppmnalegt heiti
vatnsins væri þá *Armos.Xi Innan fornevrópska vatnanafnakerfisins má
til samanburðar nefna fljótin Arma (-» Stura) í Piemont, Erms (<C*Ar-
mis(i)a, Neckar) í Þýzkalandi, Armená í Kaunas-héraði í Litháen og
Armet Water (<C*ArmentI, -nt- viðskeyti) á Englandi.15
Bæjarnafnið Armstedt (1448 in Armstede) telur Laur hins vegar
annaðhvort myndað af lo. arm „snauður, fátækur“ og vísaði til skorts
á landgæðum eða no. Arm „armur, handleggur“, þar sem átt væri við
einkenni í landslaginu í kring.16
En þar sem borgin stendur við Armensee væri eðlilegra að hugsa sér