Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 57
Fornevrópsk fljótanöfn á Jótlandi og í Slésvík-Holstein 37
bæjarheitið samsett af vatnsheitinu *Arm og síðari liðnum -stedt (mlþ.
-stede).
-n- viðskeyti: Ahrensbek (t.h. í Eider) Ahrensee (-> Ahrensgraben),
Arensbek (da. Amsbæk, -> Silberstedter Au), Arna (t.h. í Hvirlá),
Arenholzer See (da. Ams0, -> Arensbek), bæjarnafn Arenholz (da.
Arnholt).
J. Kousgárd-S0rensen telur með réttu árheitin Arná og Arnsbœk svo
og bæinn Arnholt og vatnið Arnholt S<f> mynduð af iev. rótinni *er-/
*or- með viðskeytinu -n-.17
W. Laur er að mestu sömu skoðunar, en bendir auk þess á árheitið
Ahrensbek, vatnið Ahrensee (1810 Ahrn-See) og vatnið Arentsee (1518
uthem ArnBee) í Elbmarschen og gerir í þeim öllum ráð fyrir uppruna-
legu *Arn. Bæjarheitið Arenholz vill hann þó skýra á annan veg en
Kousgárd-Sprensen. í jarðabók Valdemars konungs frá 1231 er nefnt
héraðið Arœldsheret. Hvorki í Angeln né T0nder er til bær með nafninu
*Arr'Ud og Laur gerir því ráð fyrir því, að bær í þessu héraði hafi breytt
um nafn í tímanna rás. Arnhérað hét 1231 Arældsheret og á sama hátt
gæti bærinn Arnholt áður hafa heitið *Arrild.19 En þetta styðja engin
eldri dæmi.
Hvað árheitinu Ahrensbek viðvíkur mætti gera ráð fyrir upprunalegu
*Arna eða *Arnos, sem einnig gæti falizt í bæjarnafninu Arnholt í
merkingunni „skógurinn við *Arn(a)“. Vatnið Arnholt S<fi hefur annað-
hvort verið nefnt eftir bænum, sem stendur við vatnið, eða eldri mynd
nafnsins er *Arnsee (þ. e. vatnið við ána *Arn(a)), en það síðar verið
nefnt eftir bænum, eins og mörg dæmi eru um.
Nöfnin *Arna eða *Arnos eiga sér margar hliðstæður innan fom-
evrópskra árheita, t. d. Earn á Englandi (762, 966 Earn <*Arna), Arne
(1217 per portum id est Arnam) á eynni Walcheren við Holland, Arne
(1066 Arna, -> Suippe) og Arn (<*Arnos, -> Thoré) í Frakklandi.19
c) Iev. *am- „árfarvegur, gröf“.
Af iev. rótinni *am- „árfarvegur, gröf, skurður“ eru dregin ýmis orð,
er tengjast vatnsrennsli t. d. alb. ame „árfarvegur“, gr. ájiÓQa „gröf,
skurður, vatnsleiðsla“, hitt. amiiara- „skurður“ o.fl.20 Til þessarar rótar
rná telja árheitið Ammerswurter Au við Meldorf í Slésvík. Við ána
stendur þorpið Ammerswurt, og hefur fljótið síðar fengið nafn af þorp-