Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 58
38
Guðrún Kvaran
inu. Upprunalegt nafn árinnar er *Amara af rótinni *am- með við-
skeytinu -ara, sem er mjög algengt í fomevrópskum árheitum (Adara,
Aquara, Salara o. fl.), þ. e. *Amara > Ammer, en hún síðar verið
nefnd Ammerswurter Au eftir að byggð hafði myndazt við ána (mlþ.
wurde, wurt ,,nýbyggð“).
Ýmis fomevrópsk árheiti era mynduð af rótinni *am- með mismun-
andi viðskeytum. Til dæmis em nokkrar ár í Hollandi nefndar Am(m)er
(<C*Amara), Amance (<*Amantia, -»Saóne) og Amance (<C*Aman-
tia, -» Aube) em í Frakklandi og í Litháen má nefna ámar Amatá og
Amális.21
d) Iev. *drouos „árfarvegur, vökvi".
Fræðimenn em ekki á eitt sáttir um, hvort árheiti af þessari rót komi
fyrir á umræddu svæði, en Hans Krahe nefnir þar til ána Trave (-»
Eystrasalt), sem heimildir era um frá 11. öld (flumen Travennam hjá
Adam frá Brimum). Sambærileg nöfn era að hans mati Drave (Drage)
< *Drava (-» Netze) í Pommern, Drawen (< *Dravéna) í Wales og
Dr'án (<*Dravéna) í Kámten í Austurríki.22
Reinhold Trautmann telur nafnið hins vegar slavneskt (<*Travna),
en Trave er fljóta stærst á fyrrverandi yfirráðasvæði Slava í Austur-
Holstein. J. Pokorny er sömu skoðunar og telur nafnið skylt fksl. trovQ,
truti og fksl. trava „garður“, rúss. travá „gras“.23
En sennilegast þykir mér, að Trave sé ekki fomevrópskt heldur
germanskt nafn leitt af iev. rótinni *drobh-. Nafnið væri þá skylt físl.
draf og so. drafna, fda. drav „ger“, sem í norðurjózkum mállýzkum er
einnig notað í merkingunni „fen, mýri“. Eins mætti nefna físl. drQfn,
sem í örnefnum kemur m. a. fyrir í norska árheitinu Drgfn, nú Dram-
men, og einnig í Drafn og Drpfn, sem eru nöfn á hluta Dramsfjarðar í
Noregi.
Nafnorðið drav er mjög algengt í dönskum ömefnum. Á áðumefndu
svæði mætti nefna Dravbœk í borginni Skjem, Dravgröften og líklegast
Dragsö í L0ve-héraði (1682 Drauuen S0 <*Drafn).
í norskum mállýzkum er til no. drevja „kvoða“, leitt af no. drav
„rusl“. Það kemur fyrir sem fyrri samsetningarliður í tveimur norskum
árheitum Drevja (-» Lj0ra) og Dreoja (-» Vefsenfjorden). Að lokum
mætti nefna sænska vatnið Drafven, sem Hellquist telur samstofna físl.
draf, fsæ. drav „svínafóður; fen, mýri“.24