Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 59
Fornevrópsk fljótanöfn á Jótlandi og í Slésvík-Holstein 39
Gera má því ráð fyrir, að Trave hafi upprunalega nefnzt *Dravina,
sem síðar verður *Dravena (i>e í áherzlulítilli stöðu) og að lokum
Travena fyrir slavnesk áhrif.
e) Iev. *eis-/*ois-/*is- „hreyfast hratt og ákaft“.
Af iev. rótinni *eis-/ *ois-/ *is- eru ýmis orð dregin svo sem find.
isnáti, isyati „kemur á hreyfingu, sveiflar“, find. ésáh „flýtandi“, gr.
íéeó; „kröftugur, fljótur“, físl. eisa o. s. frv., en rótin er einnig mjög
algeng innan fornevrópska vatnanafnakerfisins með eða án viðskeytis.
Sem dæmi mætti nefna fljótin Eisa og Eisand í Noregi, Ijzer (1104
Isera) í Litháen, Isar (762 Isura, -> Doná) og Eisbach (166 Isena,
Rín) í Þýzkalandi.25
J. Kousgárd-Sprensen og síðar Thorsten Andersson hafa bent á, að
árheiti af þessari rót með viðskeytinu -n- megi finna á Jótlandi, en það
er Isenbœk, sem rennur hægra megin í Fjederholt Á.26 Sunnan lækjarins
er bæjaþyrping, sem nefnist Over Isen, norðan hans er bærinn Rom,
sem áður nefndist Isendige, vestar er þorpið Isenvad og enn vestar
bæjaþyrpingin Vester Isen.
Elztu varðveitt dæmi eru frá byrjun 16. aldar, þar sem bæirnir Over
Isen eru nefndir Ysen (1506). Sama ár er talað um Ysenskoff og frá
árinu 1515 eru dæmi um Ysen (Over Isen) og Lille Ysen (Vester Isen).
Kousgárd-Sprensen telur það enga tilviljun, að allmargir bóndabæir,
sem eitt eiga það sameiginlegt að standa í grennd við Isenbœk, beri sama
nafn, og gerir því ráð fyrir, að upphaflega hafi árnafnið verið *Isen,
þ- e. ósamsett og teljist að öllum líkindum til fomevrópskra fljótanafna.
Þótt þessi kenning sé um margt sannfærandi og hana megi styðja
með árheitum af sömu rót annars staðar, er rétt að benda á aðra skýr-
ingartilgátu. Á svæði milli ánna Schlei og Trave í Holstein nefnir Adam
frá Brimum skóginn Isarnho „járnskóg“ (sbr. fhþ. isarn, ísan, gotn.
eisam, físl. ísam, mlþ. isem, isen ,,jám“) hér í merkingunni „mjög
þéttur skógur“. Á sama hátt gætu nöfnin Isenbœk og Isenskov verið
mynduð af mlþ. orðinu isen „járn“ og væra germönsk en ekki for-
germönsk.
2) Nöfn af gerðinni samhljóði + -il-.
Nöfn úr þessum flokki teljast ekki til elztu laga fomevrópskra fljóta-
nafna, en era þó forgermönsk. Einkennandi fyrir flokkinn er, að stofn