Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Side 60
40
Guðrún Kvaran
nafnsins er gerður úr einföldum samhljóða + -il-, en það sem tengir
þau fomevrópskum ámöfnum em viðskeytin. Hans Krahe hefur kannað
dreifingu nafna af þessari gerð og komizt að þeirri niðurstöðu, að innan
flokksins megi nefna fimm undirflokka: *sil-, *wil-, *bil-, *til- og
*mil-.27 Af þessum fimm flokkum er aðeins hægt að sýna fram á tvo á
athugunarsvæðinu, *mil- og *wil-. Nöfn úr flokknum *til-, sem vegna
germönsku hljóðfærslunnar og Vemers lögmáls (t>þ>ð>vesturgerm.
d) ættu að hefjast á *dil- fyrirfinnast ekki á fyrmefndu svæði eða í næsta
nágrenni og sama er að segja um flokkinn *sil-. Sielbek (-» Keller See)
er myndað af mlþ. sil „stíflugarður“, físl. síl og er skylt norska árheitinu
Silaaen (-» Grenfjeldaaen) og sænska vatnsheitinu Silen (af sæ. slla
„renna hægt“). Þótt ekki sé hægt að benda á dæmi um flokkinn *bil- á
svæðinu, er rétt að geta þess, að í næsta nágrenni rennur áin Bille í
Elbu. Adam frá Brimum nefnir ána Bilena og er það elzta heimild, sem
fundizt hefur til þessa. Rótin er vafalaust iev. *bhel- „glansandi, hvít-
ur“.
a) Nöfn, sem hefjast á mil-.
Samkvæmt niðurstöðum Krahes er unnt að benda á fáein árheiti, öll
á germönsku málsvæði, af gerðinni mil- með fomevrópska viðskeytinu
-ná. Þau em Miehlbach (<*Milina) í St. Goarshausenhéraði ásamt
borginni Miehlen (1132 Millene, 1138 Miline), Mylen (<*Milena) við
Reichenbach í Voigtland, Milne (þannig 1122) í grennd við hvítu Elster.
Auk þeirra eru nokkur af gerðinni mil- með viðskeytinu -sá (t. d. Milse
<C*Milisa) og -ná með undanfarandi -s- (t. d. Milsina, þannig 1118,
1122 Milda).
Til nafna með viðskeytinu -ná má ef til vill telja Miele (-» Norður-
sjó) ásamt borginni Meldorf (11. öld in Milendorp, in Melindorp). Áin
hét uppranalega *Melina, en fyrir áhrif frá -i- í viðskeyti varð nafnið
*Milina. Við brottfall viðskeytisins, sem litið hefur verið á sem veika
beygingu, varð -i- í stofni fyrir uppbótarlengingu (þ. e. Miele).
Erfitt er að segja til um merkingu nafnsins. Einna líklegast er, að það
sé dregið af iev. rótinni *mel- „dökkir, óhreinir litir“. Það væri þá skylt
lit. mélsvas „bláleitur“, lit. mélas, mélynas „blár“, mélti „blána“ og lit.
árheitunum Mylé og Mylíne.28
b) Nöfn, sem hefjast á wil-.
Samkvæmt Krahe telst Wilsau (-» Postsee, 1226 riuum... qui Wilsov