Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 61
Fornevrópsk fljótanöfn á Jótlandi og í Slésvík-Holstein 41
dicitur) til þessa flokks. Hann telur eldra form nafnsins vera *Wilsa,
þ. e. myndað af wil- með fomevrópska viðskeytinu -sá, sem er mjög
algengt í fljótanöfnum eins og áður segir (t. d. Alsa í Litháen, *Alsá>
Als í Vín). Til samanburðar nefnir hann fljótaheiti, sem formsins vegna
em fornevrópsk m. a. Vilents (*Vilantia) í Glams héraði við Walensee,
Wilster (-> Meden), Wilster (-» Stör, 1139 iuxta Wilstram, 1141 Wil-
stria) og Wiehl (-» Agger) ásamt bæjamafninu Wiehl (1131 Wila).
W. Laur telur ámafnið Wilster skylt lo. wild „villtur“, þar sem átt
væri við umhverfi fljótsins.29 Öllu sennilegra er að tengja nöfnin Wilster
og Wilsau iev. rótinni *uel- „snúa, vinda“ í merkingunni „bylgja, ólga
upp“. Af þessari rót em t. d. fhþ. wallan „ólga, streyma“, físl. vella,
mlþ. wellen „vella“, egs. wiell „uppspretta“ og utan germanskra mála
fksl. valb „alda“, rúss. val „alda, bára“, lit. vilms og vilniá „alda“ ásamt
lit. árheitunum Vllupis og Vilutis.30
Af framansögðu má sjá, að í Slésvík, Holstein og á Jótlandsskaga
geta sárafá nöfn talizt forgermönsk og kemur það fáum á óvart. En
þessi fáu nöfn, sem bætast við lista Krahes, styðja þá tilgátu hans, að
hluti Norðurlanda (Danmörk, Suður-Noregur og Suður-Svíþjóð) teljist
til fornevrópska vatnakerfisins.
HEIMILDIR
1. BzN 1 (1949/50)—6(1955).
2. Wilhelm Nicolaisen, Die alteuropaischen Gewássernamen der britischen
Hauptinsel í BzN 8 (1957) 209-268.
3. A. Vanagas, Lietuvos TSR hidronimij daryba. Vilnius 1970.
4. Guðrún Kvaran, Die Zufliisse zur Nord- und Ostsee von der Ems bis zur
Trave. Hydronymia Germaniae A 12, Wiesbaden 1979.
5. H. Krahe, Fluss- (und Orts-) Namen auf -mana/-mina í BzN 8 (1957) 4.
6. Wolfgang Laur, Historisches Ortsnamenlexikon von Schleswig-Holstein.
Schloss Gottorf 1967, 58.
7. O. Rygh, Norske elvenavne. Kristiania 1904, 3.
8. H. Krahe, Die Struktur der alteuropáischen Hydronymie. Mainz 1962, 307.
9. H. Krahe, Die Struktur, 311.
10. John Kousgárd-S0rensen, Danske s0- og ánavne I. K0benhavn 1968, 62.
11. J. Pokorny, IEW I, 326-327.
12. Artöl sett upp á þennan hátt merkja: skjal frá 1455, aðeins til í afriti frá 1601.
13. H. Krahe, Die Struktur, 316.
14. W. Laur, Namn och Bygd 59 (1971) 114.
15. W. Nicolaisen, BzN 8 (1957) 230.