Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 63
GUNNLAUGUR INGÓLFSSON
Lítið eitt um lýsingarorð sem enda á -ugur
í þessu greinarkomi, sem hér fer á eftir, er ætlunin að hyggja að nokkr-
um atriðum í sambandi við lýsingarorð sem enda á -ugur (hér eftir
gjaman kölluð -ug- eða -ugur-orð). Ekki verður reynt að grafast fyrir
um þróun og sögu ,,-ug-“viðskeytisins í norrænu1 heldur verður fyrst
og fremst hugað að þessum orðum í síðari tíma íslensku og einkum
verður gætt að tengslum þeirra við önnur orð, nánar til tekið orðmynd-
unartengslum, þ. e. a. s. myndun lo. (og ao.) af -ug-orðum með við-
skeytinu -legur (og -lega), svo og myndun no. af -ug-orðum með við-
skeytinu -leiki (-ur) og -heit. Ekki verður þó hjá því komist að fara
nokkmm almennum orðum um uppmna og þróun þess viðskeytis sem
-ug-orðin em mynduð með.
Lo. sem mynduð era með -g-viðskeyti (físl. -agr, -igr, -ugr; nísl.
-ugur) em allmörg, bæði í fomu máli og nýju. Að auki era í síðari tíma
íslensku fjölmörg lo. sem enda á -ugur en em ekki af innlendum toga
heldur tökuorð úr dönsku og miðlágþýsku.
Viðskeyti -ug-orðanna er gamalt og útbreitt í öllum germönskum
málum, bæði fomum og nýjum. Það á rætur að rekja allt aftur á ie.
tíma og er á germönsku stigi -ha-/-ga-, með bandstaf -aha-/-aga-,
-iga-, -uga-.2 Lýsingarorð með þessu viðskeyti eru oftast nafnleidd
(einkum af no., en einnig af lo.), sjaldnar sagnleidd, sbr. got. stainahs,
modags, auþags; handugs, físl. siðugr; got. ansteigs, físl. nauðigr. í físl.
koma fyrir allar myndir viðskeytisins, -agr, -igr, -ugr: heilagr, blóðigr,
máttugr. í yngra máli íslensku er einimgis um að ræða viðskeytismynd-
ina -ug-, þó koma -ig-myndir fyrir. í Nýja testamenti Odds Gottskálks-
sonar (1540) er orðið auðugur t. d. ætíð ritað með -ig- og kunnigr er
venjulega ritað þar svo. Önnur dæmi um -ig-myndir em annarsvegar
1 Sjá um það Kjell Ven&s, Adjektivsuffikset germansk -ga- i norrýnt ... (Oslo:
Universitetsforlaget, 1971).
2 Sjá Wolfgang Meid, Germanische Sprachwissenschaft . . ., Sammlung
Göschen (Berlin: Walter de Gruyter & Co., 1967), III, 188 o. áfr.