Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 64
44 Gunnlaugur Ingólfsson
„tökuorð“ úr físl., t. d. ábrúðigt kyn (1886 (OH)), hinsvegar tökuorð
(úr dönsku eða miðlágþýsku) sem ekki hafa aðlagast íslensku máli og
hafa sum hver átt sér skamma ævi í íslensku, t. d. velforstandigur (OH).
Orðið heilagr er eina ,,-ug-“orðið í íslensku sem hefur viðskeytismynd-
ina -ag- og það hefur haldið þeirri mynd í nútímamáli.3
Eins og fyrr er getið eru -ug-orðin mörg þegar í fomu máli. Torp
nefnir í orðmyndunarfræði sinni ein 60 og flokkar þau mörg og raðar
eftir þeim stofnum sem þau em leidd af:4
a-st.: auðugr (-igr), blóðugr, grgsugr, hélugr, kglsugr o. fl.
ö-st.: dygðugr, moldugr, syndugr
i-st.: ástugr, burðugr, hróðigr, nauðugr (-igr), þrúðugr
u-st.: gráðugr, liðugr, máttugr, siðugr
n-st.: myglugr, dreyrugr, góðviljugr
kons.-st.: lúsugr
án no.: ggfugr, hgfugr
af lo.: kunnigr, hentugr
Á síðari öldum hefur -ug-viðskeytið verið einkar frjósamt í íslensku
og við lauslegan yfirlestur orðabóka um nútímamál telst mér svo til að
fjöldi þeirra lo., sem enda á -ugur, sé ekki minni en 200 orð. Þá era
talin með þau fornyrði sem enn lifa í málinu, svo og tökuorð (úr d. (og
mlþ.)) frá seinni tímum en í umræðu hér á eftir er að mestu sleppt þeim
orðum sem stutta viðdvöl höfðu í íslensku, svo og ýmsum fátíðum orð-
um, einkum úr skáldamáli. Af orðum, sem fyrir koma á síðari tímum
en ekki í fomu máli, má nefna:5
argvítugur, dentugur, drullugur, fjörugur, forugur, fönnugur, geð-
ugur, genverðugur, greiðugur, götugur, harðvítugur, hárugur, heyjugur,
hirtugur, hissugur, hrjónugur, hœgferðugur, kámugur, kindugur, kjöft-
3 Orðið heilagr er stundum talið gamalt tökuorð í físl., sjá t. d. Venás, fyrrgr.
rit, bls. 256 o. áfr.
4 Alf Torp, Gamalnorsk ordavleiding. Nyutgáva med ráttelser och register
ombesörjd av Gösta Holm, (Lund: CWK Gleerup, 1974), 28.
5 Þessi dæmi, svo og önnur, sem síðar verða nefnd, ber einungis að líta á sem
sýnishorn af þeim -ug-orðum sem hér eru til umræðu. Öll þessi orð eru fengin úr
seðlasöfnum Orðabókar Háskólans (OH) nema annað sé tekið fram. Þegar talað
er um að orð komi ekki fyrir er átt við að engin dæmi séu um það í OH. Ekki
verður vitnað nánar í heimildir nema ástæða þyki til þegar rætt er um einstök orð.